Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar í 1. sæti á Beartooth Inv.

Daníel Ingi Guðjónsson, GV, og félagar í Rocky Mountain tóku þátt í Beartooth Invitational.

Mótið fór fram Laurel, Montana, 27.-28. september sl.

Þátttakendur voru 39 frá 5 háskólum.

Daníel Ingi varð T-4; lék samtals á 4 yfir pari, 148 höggum (75 73).

Minnst er á Daníel á vefsiðu skólans og sagt að hann sé að spila í 1. skipti eftir meiðsli – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Daníels Inga og félaga hans í Rocky Mountain er 4. október n.k.