Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2021 | 20:00

LPGA: Nasa Hataoka sigraði á NW Wallmart Arkansas meistaramótinu

Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, (jap.: 畑岡奈紗), sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA; NW Wallmart Arkansas Championship.

Hataoka lék á samtals 16 undir pari, 197 höggum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu.

Nasa Hataoka er fædd 13. janúar 1999 og er því 22 ára. Hún hefir sigrað alls 10 sinnum sem atvinnumaður, en þó aldrei á risamóti, þó hún hafi oft verið býsna nálægt því og er besti árangurinn á risamóti 2. sætið á Women´s US Open nú í ár.

Til þess að sjá lokastöðuna á NW Wallmart Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: