Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2021 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 5. sæti á Zach Johnson Inv.

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University (SIU), eða The Salukis, tóku þátt í Zach Johnson Invitational, dagana 26.-28. september sl.

Mótið fór fram í West Demoins í Iowa og var gestgjafi Drake University.

Birgir Björn lék á samtals 6 yfir pari, 219 höggum (72 72 75) og varð T-23 í einstaklingskeppninni. Hann fékk m.a. örn á lokadeginum.

The Salukis urðu í 5. sæti í liðakeppninni og átti liðsfélagi Birgis Björns, Matthis Besard, þar stóran hlut að máli, því hann sigraði einstaklingskeppnina á samtals 12 undir pari.

Farið var lofsamlegum orðum um Birgi Björn á vefsíðu SIU, m.a. sagt að hann hefði spilað stöðugt – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Zach Johnson Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót the Salukis er 4. október n.k. í Tennessee.