Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2021 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði á Johnny Imes Inv.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í EKU (Eastern Kentucky University) tóku þátt í Johnny Imes Invitational mótinu, sem fram fór dagana 27.-29. september sl.

Mótsstaður var The Club at Hawthorne í Columbia, Missouri.

Þátttakendur voru 76 frá 14 háskólum.

Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og sigraði í einstaklingskeppninni – STÓRGLÆSILEG!!!!!

Sigurskor Ragnhildar var 12 undir pari, 204 högg (68 70 66).

Lið EKU varð í 8. sæti í liðakeppninni.

Örlítið viðtal var við Ragnhildi á vefsíðu EKU eftir sigurinn og má sjá það með því að SMELLA HÉR: 

Þar sagði Ragnhildur að „dagar sem þessir gerðu alla vinnnuna þess virði og hún myndi ekki vilja skipta á því og nokkru öðru í heiminum.

Mandy Moore, þjálfari Ragnhildar, sagði frammistöðu Ragnhildar vera þá bestu sem hún hefði séð hjá einstaklingi, sem þjálfari.

Sjá má lokastöðuna á Johnny Imes Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ragnhildar og EKU er Lady Redwolves Classic, sem fram fer í Jonesboro, Arkansas 11. október nk.

Í aðalmyndaglugga: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigurvegari Johnny Imes Inv. Mynd: EKU