Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Geirsdóttir – 1. október 2021

Það er Þórdís Geirsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís er fædd í Reykjavík 1. október 1965 og því 56 ára í dag.

Þórdís er gift Guðbrandi Sigurbergssyni og á 3 syni: Sigurberg, Geir og Þráinn. Guðbrandur og Sigurberg eru líkt og Þórdís í GK og spila golf.

Þórdís var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði í golfi og strax 1976 gekk hún í Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hún hefir síðan verið í alla tíð. Þórdís segist hafa elt bræður sína, Lúðvík og Hörð út á golfvöll og ekki leið á löngu þar til hún hnuplaði kylfum frá þeim og fór að æfa sig.

Það var stór og skemmtilegur hópur krakka í Keili á þessum árum, sem margir hverjir eru orðnir landsþekktir kylfingar og er Þórdís þar fremst í flokki. Fáar stelpur voru í golfi á þessum árum og Þórdís því alltaf í golfi með strákunum. „Hún er skemmtileg og drífandi og stjórnaði okkur strákunum harðri hendi” sagði einn úr vinahópnum um afmæliskylfinginn okkar.

Það er of langt mál að telja upp alla Íslandsmeistaratitla sem Þórdís hefir unnið. Það er efni í aðra grein. Í ár, 2021 varð Þórdís einu sinni sem oftar klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Keili og þess utan Íslandsmeistari kvenna 50+

Golf 1 óskar Þórdísi innilega til hamingju með afmælið!

Komast má á facebook síðu Þórdísar hér að neðan ….

Þórdís Geirsdóttir (Innilega til hamingju með 56 ára afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tjarnarbíó Miðstöð Lista (108 ára); George William Archer f. 1. október 1939 – d. 25. september 2005; Áslaug Sif Guðjónsdóttir (74 ára); Tói Vídó (62 ára); Tómas Hallgrimsson (58 ára); Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen (53 ára );  Top di Pelo (36 ára); Peak Íþróttavörur (31 árs); Dagur Ebenezersson (28 ára); Ýmislegt Til Sölu (28 ára); Scott Gregory, 1. október 1994 (27 ára); Litla búðin; ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is