Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Molinari leiðir eftir 2. dag

Það er Ítalinn Francesco Molinari, sem leiðir eftir 2. dag á BMW PGA Championship í Wentworth á Englandi.

Francesco Molinari hefir samtals leikið á 6 undir pari, 148 höggum (70 68).

Fjórir kylfingar deila 2. sæti á samtals 5 undir pari, 149 höggum; George Coetzee (69 70); Marc Warren (69 70); Mark Foster (70 69); Alejandro Cañizares (69 70).

Sjötta sætinu deila síðan Englendingurinn Eddie Pepperell og Ítalinn Matteo Manassero, á 4 undir pari, 150 höggum.

Stórskotalið kylfinga komst ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m.: Luke Donald, Rory McIlroy, Ian Poulter og Graeme McDowell.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: