Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 20:30

Eimskipsmótaröðin (1): Guðrún Brá efst eftir 1. dag meðal kvenanna

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, leiðir eftir 1. dag á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013 á Garðavelli.

Hún spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og á 2 högg á frænku sína og klúbbfélaga Tinnu Jóhannsdóttur, GK.

Guðrún Brá fékk 2 fugla, 13 pör og 3 skolla á hringnum.  Hún er deilir 3. sætinu með Jóni Hilmari Kristjánssyni, GKJ, hvað varðar besta skor yfir alla keppendur í heild, sem er stórglæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!!

Í 3. sæti er Anna Sólveig Snorradóttir, GK á 5 yfir pari – þriðji GK-ingurinn á toppnum, en það eru Keiliskonur í öllum toppsætunum!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag (bæði hjá körlum og konum á Eimskipsmótaröðinni) SMELLIÐ HÉR: