Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 19:00

Eimskipsmótaröðin (1): Guðrún Brá enn efst í kvennaflokki eftir 2. keppnisdag

Öðrum hring í kvennaflokki er lokið í dag og heldur Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, forystunni.

Guðrún Brá er samtals búin að spila á 8 yfir pari (72 79) – barðist eins og aðrir keppendur áfram í rigningu og kulda á Skaganum í dag.

Öðru sætinu deila forgjafarlægsti kylfingurinn meðal kvennanna Sunna Víðsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK, báðar aðeins 1 höggi á eftir Guðrúnu Brá.  Þær eru báðar búnar að spila á samtals 9 yfir pari, hvor.

Í 4. sæti er síðan Ragnhildur Kristinsdóttir í GR, á samtals 12 yfir pari (83 73) bætti sig um 10 högg milli daga og geri aðrir betur!

Af keppendum í kvennaflokki er það annars að frétta að Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR og Þórdís Geirsdóttir, GK drógu sig úr keppni og því spila allar konurnar (21) á morgun þ.e. allar komust í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna (hjá körlum og konum) á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar  SMELLIÐ HÉR: