Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk keppni í 97. sæti í landsmótinu í Georgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR,  lauk keppni í gær á landsmótinu í bandaríska háskólagolfinu, sem fram fór í Athens, Georgíu.

Hún lék á samtals 21 yfir pari, 309 höggum (79 75 77 82).

Ólafía Þórunn kom sér með frammistöðunni inn á topp-100 á, en hún var lengst af mótsins í 103. sæti af 126 keppendum, þ.e. hún lauk keppni í 97. sæti.

Hún spilaði sem einstaklingur í landsmótinu en lið hennar Wake Forest komst ekki áfram úr svæðisúrslitunum.

Mótið var gríðarlega sterkt, enda einungis þeir allra bestu í bandaríska háskólagolfinu, sem spila á landsmótum.

Sigurvegari mótsins var Annie Park frá Southern California háskólanum, en hún lauk keppni á 10 undir pari (70 67 70 71).

Til þess að sjá úrslitin á landsmótinu í Athens, Georgíu í bandaríska háskólagolfinu SMELLIÐ HÉR: