Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 09:00

PGA: Kuchar leiðir á Crown Plaza

Matt Kuchar leiðir á Crown Plaza Invitational mótinu á Colonial golfvellinum, í Ft. Worth, Texas, eftir 2. dag mótsins.

Hann leiðir á samtals 10 undir pari en varð að ljúka leik á 15. holu  vegna myrkurs.  Hann á því tækifæri á að auka enn forystu sína eða gæti runnið niður skortöfluna eftir að hann lýkur við síðustu 3 holurnar á fyrri helmingi mótsins.

Í 2. sæti á 9 undir pari er Kanadamaðurinn Graham DeLaet (64 67).

Þriðja sætinu deila síðan Josh Teater, heimamaðurinn Jordan Spieth, Steve Flesch og forystumaður gærdagsins Ryan Palmer, sem enn á eftir að klára 6 holur.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta Crown Plaza Inv. mótsins eftir 2. dag  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á Crown Plaza Inv. SMELLIÐ HÉR: