Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 20:15

Crown Plaza Inv. í beinni

Nú er verið að spila lokaholurnar í Crown Plaza Invitational mótinu á Colonial golfvellinum, í Irving í Texas. Sem stendur er Boo Weekley í forystu. Fast á hæla honum, 2 höggum á eftir eru þeir Scott Stallings, Zach Johnson, Tim Clark og Matt Kuchar. Til þess að sjá Crown Plaza Invitational í beinni SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 20:00

LET: Holly Clyburn vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna

Það var enska stúlkan Holly Clyburn sem vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð kvenna í dag, þegar hún sigraði á Deloite Ladies Open. Hún spilaði á 8 undir pari, 211 höggum (71 69 71) og átti 3 högg á næsta keppanda löndu sína Charley Hull, sem var á 11 undir pari (72 73 69). Í 3. sæti varð hin sænska Carin Koch á samtals 4 undir pari, 215 höggum. Bree Arthur, Camilla Lennarth og Carlota Ciganda deildu síðan 4. sætinu, á 3 undir pari, 216 höggum, hver. Til þess að sjá úrslitin á Deloite Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 19:30

Evrópumótaröðin: Manassero sigraði!

Það voru hvorki Lee Westwood né forystumaður gærdagsins Alejandro Cañazarez, sem sigruðu á BMW PGA Championship í dag á Wentworth vellinum…. heldur ítalski kylfingurinn Matteo Manassero. Manassero lék á samtals 10 undir pari, líkt og Marc Warren frá Skotlandi og Simon Khan frá Englandi og vann síðan báða í bráðabana. Hann skrifaði sig jafnframt í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari mótsins frá upphafi en Matteo er 20 ára og 37 daga. Til þess að sjá úrslit BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 19:00

Eimskipsmótaröðin (1): Axel og Guðrún Brá endurtóku leikinn… frá því fyrir 2 árum!

Frændsystkinin úr Keili Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir endurtóku leikinn frá því fyrir 2 árum …. þegar þau sigruðu á Garðavelli á Akranesi í dag. Axel var á besta skorinu samtals 6 yfir pari, 222 höggum (70 74 78) og Guðrún Brá varð í 5. sæti yfir mótið í heild, ásamt klúbbfélaga sínum Rúnari Arnórssyni á 13 yfir pari, 229 höggum (73 79 77). Guðrún Brá sigraði kvennaflokk og átti 5 högg á þá sem varð í 2. sæti Sunnu Víðisdóttur, GR og 7 högg á frænku sína Tinnu Jóhannsdóttur, GK, sem varð í 3. sæti. Í 2. sæti í karlaflokki varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR á samtals 8 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2013

Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 22 ára í dag. Andri Már er klúbbmeistari GHR 2011 og frábær kylfingur með -0.4 í fgj.  Andri Már m.a. valinn íþróttamaður HSK 10. mars 2012  Í dag, á afmælisdaginn er Andri Már að spila á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli á Akranesi, en hann komst í gegnum niðurskurð í gær, er í 27. sæti á samtals 16 yfir pari (80 80). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson (22 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jamie Spence, 26. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 07:00

LET: Lennarth leiðir í Hollandi

Það er sænski kylfingurinn Camilla Lennarth sem leiðir í Hollandi, á Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti Evrópumótaraðar kvenna. Lennarth er búin að spila á samtals 7 undir pari, 139 höggum (66 73). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Lennarth er enski kylfingurinn Holly Clyburn á 6 undir pari, 140 höggum (71 69). Þriðja sætinu deila síðan Melissa Reid, Carlota Ciganda og Christel Boeljon á samtals 4 undir pari, 142 höggum; Reid (70 72); Ciganda (71 71) og heimakonan Boeljon (70 72). Ítalski kylfingurinn Sophie Sandolo, sem leiddi snemma 1. dags er dottin niður í 24. sætið á samtals 1 yfir pari (73 74). Niðurskurður var miðaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 04:00

PGA: Kuchar enn á toppnum

Matt Kuchar er enn í forystu eftir 3. dag Crown Plaza Invitational á samtals 11 undir pari, 199 höggum (65 65 69). Öðru sætinu deila Matt Every, Chris Stroud, Boo Weekly og Graeme DeLaet. Þeir eru allir aðeins 1 höggi á eftir Kuch, á 10 undir pari, 200 höggum; Every (65 69 66); Stroud (67 66 67); Weekley (67 67 66) og DeLaet (64 67 69). Þekktu nöfnin eru öll neðarlega á skortöflunni. T.a.m. er Angel Cabrera í 40. sæti, líkt og Camilo Villegas; Rickie Fowler er í 46. sæti; Jason Dufner er í 56. sæti; Robert Karlsson er í 62. sæti og Ryo Ishikawa í því 75. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 23:59

Golfgrín á laugardegi: Kjúklingabóndatilviljunin

Gullfalleg kona, sem jafnframt var dágóður kylfingur sat á bar og drakk glas af kampavíni. Á hinum endanum á barnum situr kjúklingabóndi, sem færir sig nær konunni og fer að tala við hana. „Hvað ertu að drekka, er verið að halda upp á eitthvað?“ spyr kjúklingabóndinn. „Ég er að drekka kampavín,“ svarar kylfingurinn. „Nei, en sú tilviljun!“ segir kjúklingabóndinn, „ég er líka að drekka kampavín.“ „Er verið að halda upp á eitthvað?“ „Já,“ svarar kylfingurinn, „mér hefir gengið illa að eignast börn í 10 ár og ég var að fá þær fréttir að ég væri ófrísk!“ „Það er frábært að nema að því leyti að ég get ekki get ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 19:30

Eimskipsmótaröðin (1): Axel enn í forystu

Axel Bóasson, GK, leiðir enn eftir 2. dag 1. mótsins á Eimskipsmótaröðinni, Egils Gull mótsins,  á samtals pari (70 74). Í dag fékk Axel 3 fugla og 3 skolla og allt leit út fyrir að hann myndi klára hringinn á parinu, en ólukkans skrambi á 16. braut varð til þess að niðurstaðan varð 2 yfir pari í dag. Axel hefir þægilegt forskot, 4 högg á Arnar Snæ Hákonarson, GR, sem búinn er að spila á 4 yfir pari (76 72).  Arnar Snær bætti sig um 2 högg í dag frá því í gær! Þriðja sætinu deia Sigmundur Einar Másson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR á 5 yfir pari, hvor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 19:25

Evróputúrinn: Cañizares leiðir

Það er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares (félagi í hinum fræga Valderrama golfklúbbi í Andalucia), sem leiðir fyrir lokahring BMW PGA Championship. Hann er búinn að spila á 9 undir pari, 207 höggum (69 70 68). Í 2. sæti er Lee Westwood aðeins 1 höggi á eftir og verður gaman að fylgjast með Westy á morgun. Í 3. sæti eru Ítalinn Matteo Manassero og Skotinn Marc Warren, báðir á samtals 7 undir pari, 209 höggum, þ.e. aðeins 2 höggum á eftir forystunni, Cañizares. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag  BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: