Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2013 | 19:30

Eimskipsmótaröðin (1): Axel á glæsilegum 2 undir pari eftir 1. dag!

Axel Bóasson, GK, leiðir á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013, sem fer fram á Garðavelli, Akranesi.

Axel spilaði á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum, fékk 4 fugla, 12 pör og 2 skolla.

Axel fékk fugla sína á erfiðu par-5, 7. holuna (sem er ein lengsta par-5 braut á landinu); á par-4 10. holuna og síðan tvo fugla í röð á par-4 12. brautina og par-5 13. brautina.

Í 2. sæti er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR á sléttu pari og í 3. sæti er Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ á 1 yfir pari.

Sjá má allar niðurstöður (bæði karla og kvenna) eftir 1. hring mótsins með því að SMELLA HÉR: