Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2013 | 10:30

Monty: Kjúklingamál Tiger og Garcia – „Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

Nú hefir nývígður frægðarhallarkylfingur Colin Montgomerie (Monty) blandað sér í umræðuna um kjúklinga komment Sergio Garcia um Tiger.

Hann sagði í því efni að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu.

Viðbrögð Monty við málinu og því að framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar  O´Grady varð í kjölfarið að biðjast afsökunar var að verja O´Grady og finna til með Garcia, sem náði niðurskurði í gær á BMW PGA Championship í Wentworth þrátt fyrir hamfarirnar undanfarna daga í golffréttamiðlum.

„Það er í sannleika sagt verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ sagði Monty. „Algjörlega. Ég vona að þetta hafi ekki tekið neitt frá BMW mótinu, sem er frábært í alla staði.“

„Nú hefir framkvæmdastjórinn bættst við og allir að biðjast afsökunar,“ bætti Monty við.