Memorial í beinni
Mót vikunnar á PGA Tour er Memorial mót Jack Nicklaus, sem fram fer í Muirfield Village, í Dublin, Ohio. Sá sem á titil að verja er nr. 1 á heimslistanum, sjálfur Tiger Woods. Sá sem leiðir mótið fyrir lokahringinn er Matt Kuchar, heimsmeistarinn í holukeppni. Til þess að sjá mótið í beinni SMELLIÐ HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (2): Gerður Hrönn, Ragnhildur og Gunnhildur sigruðu
Í dag lauk keppni á 2. móti Unglingamótaraðar Íslandsbanka en mótið fór fram að Strandarvelli á Hellu. Keppendur í mótinu eru 129, þar af 35 í kvennaflokki, sem er 3 skiptur eftir aldursflokkum. Leik í kvennaflokki er lokið í dag. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Hún lék á samtals 25 yfir pari (85 80). Hún átti 2 högg á þá sem næst kom Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GHD (82 85). Í flokki 15-16 ára sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, en hún lék á samtals 9 yfir pari (75 74). Hún deildi 1. sætinu yfir mótið í heild meðal kvennanna. Í flokki 17-18 ára stúlkna sigraði Gunnhildur Lesa meira
Birgir Leifur átti glæsilokahring upp á 67 högg!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu sem fram fór á Kanarí-eyjum, daganna 30. maí – 2. júní 2013 og lauk í dag. Mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék samtals á 7 undir pari, 277 höggum (71 71 68 67) bætti sig með hverjum degi og lauk mótinu á glæsiskori upp á 67 högg. Hann skilaði „hreinu“ skorkorti með 4 fuglum og 14 pörum í dag. Birgir Leifur lauk leik í 29. sæti, sem hann deildi með 2 öðrum. Til þess að sjá úrslitin á Fred Olsen Challenge de España SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Mikko Ilonen sigraði á Nordea Masters
Það var Finninn Mikko Ilonen sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters mótinu nú fyrir skemmstu. Ilonen lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (70 63 65 69). Í 2. sæti varð „heimamaðurinn“ Jonas Blixt 3 höggum á eftir Ilonen (70 66 66 68). Í 3. sæti varð síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger á 17 undir pari, 271 höggi (69 72 64 66). Alex Noren sem átti titil að verja varð í 4. sæti sem hann deildi ásamt Thomas Björn, Rikard Karlberg og Matteo Manssero en þeir léku allir á 16 undir pari, 272 höggum, hver. Til þess að sjá úrslitin á Nordea Masters mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —- 2. júní 2013
Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og á því 91 árs afmæli í dag! Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Open, sem var óopinbert PGA mót en þá styrkt af sambandinu. Hann Lesa meira
GÖ: Aron Bjarni sigraði á Opna Mapei Húsasmiðjumótinu
Í gær fór fram Opna Mapei Húsasmiðjumótið í Öndverðarnesinu. Þátttakendur voru 53 og luku 46 keppni, þar af 9 konur. Leikformið var punktakeppni með forgjöf og jafnframt veitt verðlaun fyrir besta skor. Á besta skorinu í mótinu var Aron Bjarni Stefánsson, 71 höggi! Verðlaun voru glæsileg að venju þ.e.: Verðlaun með/forgjöf 1. sæti – Gasgrill Solo + óvænt 2. sæti – Gasgrill OMEGA 200 + óvænt 3. sæti – Garðsett + óvænt Besta skor án/forgjafar Gasgrill Solo + óvænt Verðlaun með forgjöf fyrir lærðan múrara Gasgrill Solo + óvænt Nándarverðlaun 2-braut – Garðsett fyrir 2 5-braut – Borvél frá Black og Decker 13-braut – Garðsett fyrir 2 15-braut – Lesa meira
Fjör á Golfdögum í Kringlunni – opið í dag milli kl. 13-18
Það voru fjölmargir sem lögðu leið sína á Golfdaga í Kringlunni í gær og mátti sjá framtíðar kylfinga landsins taka sín fyrstu skref. Margt var í boði m.a SNAG golf fyrir yngstu kylfingana og að sögn þeirra sem stóðu vaktina var mikið að gera en yngstu kynslóðinni bauðst að taka þátt í SNAG golfmóti. Einnig bauð Golfverslunninn Örninn upp á drive keppni og ekki var þátttakan minni hjá þeim mjög erfilega gekk að loka básnum á tilsettum tíma. Afrekskylfingar úr landsliðshópum GSÍ stýrðu púttkeppni og mátti sjá unga og aldna reyna sig með pútterinn. Í dag verðu opið milli 13 og 16 fyrir þá sem vilja kynna sér golfið og Lesa meira
GN: Elvar Árni á besta skorinu á Sjómannadagsmóti GN og Glófaxa
Í gær fór fram á Grænanesvelli á Neskaupsstað Sjómannadagsmót GN og Glófaxa. Í þetta sinn var mótið helgað minningu Sigurðar Birgissonar, sem lést nú í vetur langt um aldur fram. Þátttakendur í mótinu voru 62 og 55 luku keppni Leikfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar (ein verðlaun) og opinn flokkur í punktakeppni með forgjöf (verðlaun fyrir 3 efstu sætin). Á besta skorinu í mótinu var Elvar Árni Sigurðsson en hann var á 2 yfir pari, 72 höggum! Eftirfarandi kylfingar skipuðu sér síðan í verðlaunasæti í punktakeppninni: 1 Björgvin Þór Pálsson GKF 24 F 24 18 42 42 42 2 Kjartan Ágúst Jónasson GFH 21 F 21 19 40 40 40 3 Lesa meira
Nordea Masters í beinni
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Nordea Masters, sem fram fer á Bro Hof Slot vellinum í Stokkhólmi. Nú er komið að lokahringnum, en fyrir hann leiðir Finninn Mikko Ilonen. Sá sem á titil að verja er heimamaðurinn Alexander Noren og deilir hann 2. sæti. Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir! Ítalinn ungi, Matteo Manassero, sem sigraði BMW PGA Championship á Wentworth síðustu helgi er í fautaformi og er meðal efstu manna. Til þess að sjá mótið í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi
Vissuð þið þetta um leðurkjóla? Vissuð þið að þegar karlmaður sér konu í leðurkjól eykst hjartsláttur hans, hann verður þurr í munninum, hann kikknar í hnjánum og spenningur fiðrar um allan líkamann? Hafið þið velt fyrir ykkur af hverju? Nú, svarið er einfalt. Það er vegna þess að hún lyktar eins og golfpoki! Brandari nr. 2 Á 35 ára brúðkaupsdaginn á 2. teig á golfvellinum segir eiginmaðurinn við eiginkonu sína. „Fyrir 20 árum átti ég í stuttu ástarsambandi, en það hafði enga þýðingu fyrir mig. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.“ Konan var helsærð en sagði:„Elskan mín, þetta er löngu liðið. Það sem við eigum í dag er miklu Lesa meira









