Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 08:30

10 bestu golftilvitnanirnar um Opna bandaríska

Þeir á Golf Digest hafa tekið saman það sem að þeirra mati eru 10 bestu golftilvitnanir um Opna bandaríska, en  Opna bandaríska risamótið fer einmitt fram á Merion golfvellinum í Ardmore, Pennsylvaníu 13.-16. júní í þessum mánuði. Sjá má 10 tilvitnanir sem Golf Digest hefir tekið saman með því að SMELLA HÉR:  Hér fara nokkrar þeirra í lauslegri þýðingu: 1 Ben Hogan eftir lokahring upp á 67 högg á Oakland Hills árið 1951: „Ég er glaður að mér hafi loks tekist að knésetja þennan völl – þetta skrímsli.“ 2 Tom Weiskopf hlægjandi eftir hring Johnny Miller upp á 63 högg á Oakmont árið 1973: „Johnny Miller? Ég vissi ekki einu sinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 23:30

Lee Janzen vikið úr úrtökumóti fyrir Opna bandaríska

Tvöfalda risamótsmeistaranum Lee Janzen var vikið úr úrtökumóti fyrir Opna bandaríska fyrir að vera með járnbrodda undir golfskónum sínum á velli þar sem það er bannað.  Hann hefir einmitt tvívegis sigrað á Opna bandaríska, 1993 þ.e. fyrir 20 árum og 1998 fyrir 15 árum Janzen var að spila á 36 holu úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska á Woodmont Country Club. Hann var á 75 höggum á Norðurvellinum þegar upp komst að hann var með járnbrodda undir skónum. Öllum leikmönnum var tilkynnt um reglu gegn járnbroddum í bréfi bandaríska golfsambandsins frá 20. maí s.l. Janzen  sagði á Twitter að reglan hefði verið send honum í tölvupósti. Hann sagði að hann hefði meiri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin (2): GR-ingar fengu flest verðlaunasæti

Í gær lauk 2. móti á Íslandsbankamótaröðinni á Strandarvelli, Hellu. Þátttakendur að þessu sinni voru 129 þar af 35 í kvennaflokki.   Keppendur voru fjölmennastir úr GR eða 30 talsins, 28 úr GKG,  24 voru úr GK, 9 úr GKJ, 7 úr GHD, 6 úr GS, 5 úr GL, 4 úr GO, 3 úr GA, GOS og NK, 2 úr GHG og GSS og síðan 1 úr GB, GHR og GSG. Unglingarnir sýndu að venju glæsitilþrif og stendur þar upp úr glæsilegt vallarmet Fannars Inga Steingrímssonar, GHG, á Strandarvelli af gulum upp á 9 undir pari, 61 högg. Fannar Ingi sigraði jafnframt á mótinu vegna ótrúlega flotts lokahrings, þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 18:30

GG: Hrafn sigraði í Sjóaranum síkáta Open

Laugardaginn s.l. 1. júní fór fram Sjóarinn síkáti Open í Grindavík, en mótið er hluti af sjómannadagsdagskrá Grindavíkur. Þátttakendur í mótinu voru 99 og 91 lauk keppni. Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 sigraði glæsilega, þ.e. var á besta skorinu,  lék Húsatóftavöll á 3 undir pari, 67 höggum. Á hringnum fék Hrafn 6 fugla og 3 skolla. Í punktakeppninni vann Hrafn einnig, var á 37 punktum, sem ekki er algengt meðal lágforgjafarkylfinga þ.e. að þeir séu að taka punktakeppnishlutann í mótum líka. Í 3 næstu sætum á eftir Hrafni í punktakeppninni voru heimamennirnir Rúrik Hreinsson GG og Sigurður Hafsteinn Guðfinnsson GG á 36 punktum og síðan voru 3 aðrir Grindvíkingar í næstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson —— 3. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og því 23 ára í dag.  Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel er við nám og spilar golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum. Hann er  jafnframt Íslandsmeistari í höggleik 2011. Hann sigraði nú nýverið á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga og endurtók þar með leikinn frá árinu 2011 þegar hann vann einnig á 1. stigamóti ársins þá. Sjá má viðtal við Axel af því tilefni með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 05:00

LPGA: Webb vann á Shoprite Classic

Ástralska golfdrottningin Karrie Webb sigraði á Shoprite LPGA Classic mótinu , sem fram fór á Bay Course, í Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey. Hún lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (72 69 68). Í 2. sæti varð kínverska stúlkan Shanshan Feng á samtals 2 undir pari, 211 höggum (69 67 75). Í 3. sæti varð síðan Hee Young Park frá Suður-Kóreu á samtals 1 undir pari, 212 höggum (69 72 71) og í 4. sæti varð Jenny Shin á samtals sléttu pari. Gerina Piller var ein af 4 sem deildi 5. sætinu á samtals 1 yfir pari og jafnar  í 9. sæti voru m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 04:30

PGA: Kuchar sigraði á Memorial

Það var bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem bar sigur úr býtum á Memorial móti Jack Nicklaus í Muirfield Village, í Dublin, Ohio. Hann var í forystu fyrir lokahringinn og hélt henni allt til loka mótsins. Kuchar lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 70 70 68). Eftir sigurinn sagði Kuchar m.a.: „Að ganga af flöt og heilsa Hr. Nicklaus og það að hann heilsaði mér er nokkuð sem ég mun svo sannarlega aldrei gleyma.“ Í 2. sæti varð landi Kuchar, Kevin Chappell á samtals 10 undir pari, 278 höggum (71 71 68 68). Í 3. sæti á samtals 7 undir pari varð síðan Kyle Stanley og fjórða sætinu deildu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 18:45

Íslandsbankamótaröðin (2): Sigurvegarinn Fannar Ingi á 61 höggi lokahringinn!!!

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, átti alveg hreint magnaðan hring á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu.   Hann lauk keppni á ótrúlega, stórglæsilegu skori upp á 9 undir pari, 61 höggi!!! Á hringnum fékk Fannar Ingi hvorki fleiri né færri en 8 fugla og 1 skolla. Auk þess fór hann holu í höggi á par-3 8. braut Strandarvallar. Glæsilegt!!!  Samtals lék Fannar Ingi á 3 undir pari, 137 höggum (76 61). Það kemur ekki á óvart að Fannar Ingi var á besta skorinu yfir mótið í heild! Birgir Björn Magnússon GK, varð að láta sér lynda 2. sætið, en hann leiddi í gær á 68 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 18:45

Íslandsbankamótaröðin (2): Ingvar Andri sigraði í flokki 14 ára og yngri stráka

Það var  Ingvar Andri Magnússon, GR, sem var sigurvegari á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 14 ára og yngri, sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu. Ingvar Andri ásamt  Kristján Benedikt Sveinssyni, GHD, sigurvegara 1. stigamótsins, voru á sama skori eftir hefðbundnar 36 holur á samtals 8 yfir pari, 148 höggum; Ingvar Andri  (75 73) og Kristján Benedikt (72 76).  Það varð því að fara fram bráðabani og þar hafði Ingvar Andri betur eftir 2 holur. Í 3.-4. sæti urðu Arnór Snær Guðmundsson, GHD og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem báðir léku á 10 yfir pari, 150 höggum; Arnór Snær (79 71) og Sigurður Arnar (75 75). Í 5. sæti varð Bragi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (2): Ragnar Már sigraði í flokki 17-18 ára pilta

Leik í flokki 17-18 ára pilta er nú lokið á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Sigurvegari er Ragnar Már Garðarsson, GKG, en hann lék hringina 2 á samtals 3 yfir pari, 143 höggum (70 73), eftir að hafa verið á næstbesta skori gærdagsins, sléttu pari.  Í dag fékk Ragnar Már 3 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Ragnari Má varð sigurvegari 1. móts Íslandsbankamótaraðarinnar,  Aron Snær Júlíusson, GKG, en hann lék á 4 yfir pari, 144 höggum (74 70). Í 3. sæti varð síðan Stefán Þór Bogason, GR enn öðru höggi á eftir á 5 yfir pari Lesa meira