10 bestu golftilvitnanirnar um Opna bandaríska
Þeir á Golf Digest hafa tekið saman það sem að þeirra mati eru 10 bestu golftilvitnanir um Opna bandaríska, en Opna bandaríska risamótið fer einmitt fram á Merion golfvellinum í Ardmore, Pennsylvaníu 13.-16. júní í þessum mánuði. Sjá má 10 tilvitnanir sem Golf Digest hefir tekið saman með því að SMELLA HÉR: Hér fara nokkrar þeirra í lauslegri þýðingu: 1 Ben Hogan eftir lokahring upp á 67 högg á Oakland Hills árið 1951: „Ég er glaður að mér hafi loks tekist að knésetja þennan völl – þetta skrímsli.“ 2 Tom Weiskopf hlægjandi eftir hring Johnny Miller upp á 63 högg á Oakmont árið 1973: „Johnny Miller? Ég vissi ekki einu sinni Lesa meira
Lee Janzen vikið úr úrtökumóti fyrir Opna bandaríska
Tvöfalda risamótsmeistaranum Lee Janzen var vikið úr úrtökumóti fyrir Opna bandaríska fyrir að vera með járnbrodda undir golfskónum sínum á velli þar sem það er bannað. Hann hefir einmitt tvívegis sigrað á Opna bandaríska, 1993 þ.e. fyrir 20 árum og 1998 fyrir 15 árum Janzen var að spila á 36 holu úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska á Woodmont Country Club. Hann var á 75 höggum á Norðurvellinum þegar upp komst að hann var með járnbrodda undir skónum. Öllum leikmönnum var tilkynnt um reglu gegn járnbroddum í bréfi bandaríska golfsambandsins frá 20. maí s.l. Janzen sagði á Twitter að reglan hefði verið send honum í tölvupósti. Hann sagði að hann hefði meiri Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): GR-ingar fengu flest verðlaunasæti
Í gær lauk 2. móti á Íslandsbankamótaröðinni á Strandarvelli, Hellu. Þátttakendur að þessu sinni voru 129 þar af 35 í kvennaflokki. Keppendur voru fjölmennastir úr GR eða 30 talsins, 28 úr GKG, 24 voru úr GK, 9 úr GKJ, 7 úr GHD, 6 úr GS, 5 úr GL, 4 úr GO, 3 úr GA, GOS og NK, 2 úr GHG og GSS og síðan 1 úr GB, GHR og GSG. Unglingarnir sýndu að venju glæsitilþrif og stendur þar upp úr glæsilegt vallarmet Fannars Inga Steingrímssonar, GHG, á Strandarvelli af gulum upp á 9 undir pari, 61 högg. Fannar Ingi sigraði jafnframt á mótinu vegna ótrúlega flotts lokahrings, þar sem Lesa meira
GG: Hrafn sigraði í Sjóaranum síkáta Open
Laugardaginn s.l. 1. júní fór fram Sjóarinn síkáti Open í Grindavík, en mótið er hluti af sjómannadagsdagskrá Grindavíkur. Þátttakendur í mótinu voru 99 og 91 lauk keppni. Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 sigraði glæsilega, þ.e. var á besta skorinu, lék Húsatóftavöll á 3 undir pari, 67 höggum. Á hringnum fék Hrafn 6 fugla og 3 skolla. Í punktakeppninni vann Hrafn einnig, var á 37 punktum, sem ekki er algengt meðal lágforgjafarkylfinga þ.e. að þeir séu að taka punktakeppnishlutann í mótum líka. Í 3 næstu sætum á eftir Hrafni í punktakeppninni voru heimamennirnir Rúrik Hreinsson GG og Sigurður Hafsteinn Guðfinnsson GG á 36 punktum og síðan voru 3 aðrir Grindvíkingar í næstu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson —— 3. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og því 23 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel er við nám og spilar golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum. Hann er jafnframt Íslandsmeistari í höggleik 2011. Hann sigraði nú nýverið á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga og endurtók þar með leikinn frá árinu 2011 þegar hann vann einnig á 1. stigamóti ársins þá. Sjá má viðtal við Axel af því tilefni með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Lesa meira
LPGA: Webb vann á Shoprite Classic
Ástralska golfdrottningin Karrie Webb sigraði á Shoprite LPGA Classic mótinu , sem fram fór á Bay Course, í Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey. Hún lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (72 69 68). Í 2. sæti varð kínverska stúlkan Shanshan Feng á samtals 2 undir pari, 211 höggum (69 67 75). Í 3. sæti varð síðan Hee Young Park frá Suður-Kóreu á samtals 1 undir pari, 212 höggum (69 72 71) og í 4. sæti varð Jenny Shin á samtals sléttu pari. Gerina Piller var ein af 4 sem deildi 5. sætinu á samtals 1 yfir pari og jafnar í 9. sæti voru m.a. Lesa meira
PGA: Kuchar sigraði á Memorial
Það var bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem bar sigur úr býtum á Memorial móti Jack Nicklaus í Muirfield Village, í Dublin, Ohio. Hann var í forystu fyrir lokahringinn og hélt henni allt til loka mótsins. Kuchar lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 70 70 68). Eftir sigurinn sagði Kuchar m.a.: „Að ganga af flöt og heilsa Hr. Nicklaus og það að hann heilsaði mér er nokkuð sem ég mun svo sannarlega aldrei gleyma.“ Í 2. sæti varð landi Kuchar, Kevin Chappell á samtals 10 undir pari, 278 höggum (71 71 68 68). Í 3. sæti á samtals 7 undir pari varð síðan Kyle Stanley og fjórða sætinu deildu Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Sigurvegarinn Fannar Ingi á 61 höggi lokahringinn!!!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, átti alveg hreint magnaðan hring á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu. Hann lauk keppni á ótrúlega, stórglæsilegu skori upp á 9 undir pari, 61 höggi!!! Á hringnum fékk Fannar Ingi hvorki fleiri né færri en 8 fugla og 1 skolla. Auk þess fór hann holu í höggi á par-3 8. braut Strandarvallar. Glæsilegt!!! Samtals lék Fannar Ingi á 3 undir pari, 137 höggum (76 61). Það kemur ekki á óvart að Fannar Ingi var á besta skorinu yfir mótið í heild! Birgir Björn Magnússon GK, varð að láta sér lynda 2. sætið, en hann leiddi í gær á 68 höggum Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Ingvar Andri sigraði í flokki 14 ára og yngri stráka
Það var Ingvar Andri Magnússon, GR, sem var sigurvegari á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 14 ára og yngri, sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu. Ingvar Andri ásamt Kristján Benedikt Sveinssyni, GHD, sigurvegara 1. stigamótsins, voru á sama skori eftir hefðbundnar 36 holur á samtals 8 yfir pari, 148 höggum; Ingvar Andri (75 73) og Kristján Benedikt (72 76). Það varð því að fara fram bráðabani og þar hafði Ingvar Andri betur eftir 2 holur. Í 3.-4. sæti urðu Arnór Snær Guðmundsson, GHD og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem báðir léku á 10 yfir pari, 150 höggum; Arnór Snær (79 71) og Sigurður Arnar (75 75). Í 5. sæti varð Bragi Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Ragnar Már sigraði í flokki 17-18 ára pilta
Leik í flokki 17-18 ára pilta er nú lokið á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Sigurvegari er Ragnar Már Garðarsson, GKG, en hann lék hringina 2 á samtals 3 yfir pari, 143 höggum (70 73), eftir að hafa verið á næstbesta skori gærdagsins, sléttu pari. Í dag fékk Ragnar Már 3 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Ragnari Má varð sigurvegari 1. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, Aron Snær Júlíusson, GKG, en hann lék á 4 yfir pari, 144 höggum (74 70). Í 3. sæti varð síðan Stefán Þór Bogason, GR enn öðru höggi á eftir á 5 yfir pari Lesa meira









