Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 15:30

Evróputúrinn: Mikko Ilonen sigraði á Nordea Masters

Það var Finninn Mikko Ilonen sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters mótinu nú fyrir skemmstu.

Ilonen lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (70 63 65 69).

Í 2. sæti varð „heimamaðurinn“ Jonas Blixt 3 höggum á eftir Ilonen (70 66 66 68).

Í 3. sæti varð síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger á 17 undir pari, 271 höggi (69 72 64 66).

Alex Noren sem átti titil að verja varð í 4. sæti sem hann deildi ásamt Thomas Björn, Rikard Karlberg og Matteo Manssero en þeir léku allir á 16 undir pari, 272 höggum, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Nordea Masters mótinu SMELLIÐ HÉR: