Golfskálinn á Grænanesvelli á Neskaupsstað.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 09:45

GN: Elvar Árni á besta skorinu á Sjómannadagsmóti GN og Glófaxa

Í gær fór fram á Grænanesvelli á Neskaupsstað Sjómannadagsmót GN og Glófaxa.

Í þetta sinn var mótið helgað minningu Sigurðar Birgissonar, sem lést nú í vetur langt um aldur fram.

Þátttakendur í mótinu voru 62 og 55 luku keppni

Leikfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar (ein verðlaun) og opinn flokkur í punktakeppni með forgjöf (verðlaun fyrir 3 efstu sætin).

Á besta skorinu í mótinu var Elvar Árni Sigurðsson en hann var á 2 yfir pari, 72 höggum!

Elvar Árni Sigurðsson, GN.

Elvar Árni Sigurðsson, GN.

Eftirfarandi kylfingar skipuðu sér síðan í verðlaunasæti í punktakeppninni: 

1 Björgvin Þór Pálsson GKF 24 F 24 18 42 42 42
2 Kjartan Ágúst Jónasson GFH 21 F 21 19 40 40 40
3 Elvar Árni Sigurðsson GN 4 F 19 19 38 38 38
4 Árni Guðjónsson GN 11 F 19 19 38 38 38