Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 14:15

Fjör á Golfdögum í Kringlunni – opið í dag milli kl. 13-18

Það voru fjölmargir sem lögðu leið sína á Golfdaga í Kringlunni í gær og mátti sjá framtíðar kylfinga landsins taka sín fyrstu skref.  Margt var í boði m.a SNAG golf fyrir yngstu kylfingana og að sögn þeirra sem stóðu vaktina var mikið að gera en yngstu kynslóðinni bauðst að taka þátt í SNAG golfmóti.  Einnig bauð Golfverslunninn Örninn upp á drive keppni og ekki var þátttakan minni hjá þeim mjög erfilega gekk að loka básnum á tilsettum tíma.  Afrekskylfingar úr landsliðshópum GSÍ stýrðu púttkeppni og mátti sjá unga og aldna reyna sig með pútterinn.

Í dag verðu opið milli 13 og 16 fyrir þá sem vilja kynna sér golfið og töfraheima þess. Í boði eru kynningar frá golftengdum aðilum s.s ferðaþjónustunni, golfvöllum og öðrum sem selja eða þjónusta golfið, það er von okkar hjá GSÍ að þetta geti orðið árlegur viðburður.

 Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í kringlunni í gær.