Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 23:59

Golfgrín á laugardegi

Vissuð þið þetta um leðurkjóla?

1-Leðurdress

Vissuð þið að þegar karlmaður sér konu í leðurkjól eykst hjartsláttur hans, hann verður þurr í munninum, hann kikknar í hnjánum og spenningur fiðrar um allan líkamann?

Hafið þið velt fyrir ykkur af hverju?

Nú, svarið er einfalt. Það er vegna þess að hún lyktar eins og golfpoki!

Brandari nr. 2

Á 35 ára brúðkaupsdaginn á 2. teig á golfvellinum segir eiginmaðurinn við eiginkonu sína. „Fyrir 20 árum átti ég í stuttu ástarsambandi, en það hafði enga þýðingu fyrir mig. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.“ Konan var helsærð en sagði:„Elskan mín, þetta er löngu liðið. Það sem við eigum í dag er miklu dýrmætara. Auðvitað fyrirgef ég þér.“ Síðan föðmuðust þau og kysstust.

Brúðkaupsdeginum virtist hafa verið bjargað og eiginmaðurinn, sem haft hafði samviskubit í 20 ár brosti nú hringinn.

Á 17. teig þegar eiginmaðurinn var í miðri baksveiflu sagði eiginkonan: „Mér þykir það leitt, elskan. Ég hef verið með svo slæma samvisku allan hringinn frá því að þú sagðir mér frá framhjáhaldi þínu hérna áðan. Þar sem við erum svona opinská og heiðarleg gagnvart hvort öðru þá er nokkuð sem ég verð að segja þér. Fyrir 40 árum gekkst ég undir kynskiptaaðgerð, ég var karlmaður áður en ég hitti þig. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér?“

Eiginmaðurinn fraus í baksveiflunni, síðan tapaði hann sér alveg! Hann hjó drævernum í jörðina, sparkaði boltanum út í móa, þaut af teig og ýtti golfbílnum á hliðina, og byrjaði síðan að brjóta kylfur sínar hverjar á fætur annarri og síðan líka kylfur eiginkonunnar.

Hann öskraði og æpti frá sér af bræði: „Lygarinn þinn! Svikari! Fyrirlitlegi svikari! Hvernig gastu gert mér þetta? Ég treysti þér af öllu hjarta og sálu minnii ….. og öll þessi ár hefir þú verið að spila af rauðum teigum!“