Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2013 | 15:45

Birgir Leifur átti glæsilokahring upp á 67 högg!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu sem fram fór á Kanarí-eyjum, daganna 30. maí – 2. júní 2013 og lauk í dag. Mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur lék samtals á 7 undir pari, 277 höggum (71 71 68 67) bætti sig með hverjum degi og lauk mótinu á glæsiskori upp á 67 högg.

Hann skilaði „hreinu“ skorkorti með 4 fuglum og 14 pörum í dag.  Birgir Leifur lauk leik í 29. sæti, sem hann deildi með 2 öðrum.

Til þess að sjá úrslitin á Fred Olsen Challenge de España SMELLIÐ HÉR: