Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:40

Vonn sett í lyfjapróf

Lindsay Vonn var alveg gullfallega klædd á verðlaunaathöfn Council of Fashion Designers of America (CFDA) s.l. mánudagskvöld í New York.

Meðan athöfnin stóð sem hæst varð Lindsay að hverfa frá vegna þess að hún varð að gangast undir skyldulyfjapróf hjá alþjóðalegu ólympíunefndinni (IOC)

Kæresta Tiger Woods var gestur tískuhönnuðarins Cynthiu Rowley – klædd í hvítan kjól sem Rowley hannaði sérstaklega á Lindsay.

Þegar athöfnin stóð sem hæst hringdi IOC og sagði að tími væri kominn til að láta af hendi þvagsýni.

„Hún sagðist skilja að þetta væri hluti af starfi hennar,“ sagði talsmaður Lindsay, Lewis Kay.

Lindsay Vonn stóðst prófið að sögn og nóg var af kampavíni til þess að drekkja því hversu mjög hún fór hjá sér út af þessu.

„Við erum þakklát fyrir hversu mikill pró hún er að koma þessu við á tímum sem það kann að vera óþægilegt,“ sagði talskona USADA (bandaríska eiturefnaeftirlitsins), Annie Skinner.

Tiger fylgdi Lindsay ekki en aðspurð sagðist Vonn vera mjög hamingjusöm í sambandi sínu við nr. 1 á heimslista kylfinga  (Tiger).

„Við erum bara hamingjusöm,“ sagði Lindsay í People Magazine. „Við erum mjög lík. Við erum bæði á framarlega í íþróttagreinum okkar og við náum virkilega vel til hvors annars. „