Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:45

Tiger tekjuhæsti íþróttamaðurinn

Skv. Forbes Magazine var Tiger Woods best launaði íþróttamaður tekjuársins 2012.

Skv. tímaritinu voru laun Tiger meira en 78 milljónir bandaríkjadala á tímabilinu 1. júní 2012 til 1. júní 2013. Í þessari tölu launa er talið verðlaunafé, styrktar- og auglýsingasamningar, laun vegna golfvallarhönnunar og tekjur fyrir að mæta í mótum.

Tiger var ríkasti íþróttamaður heims 11 ár í röð en á tekjuárinu 2011-2012 dalaði hann aðeins.

Því er spáð að tekjur Tiger muni aukast ef eitthvað á komandi ári, m.a. vegna nýrrar samningagerðar við Nike, eina samningsaðila Tiger sem stóð með honum meðan Tiger átti erfitt vegna framhjáhaldsmála sinna. Nike borgar Tiger meira en 20 milljónir bandaríkjadala á hverju ári.

Það sem kom einnig fram í Forbes er að tekjur Nike Golf jukust um 10% á síðasta ári þ.e. um 726 milljónir dollara, eftir 3 ár í frjálsu falli. Á síðast ári var fyrsta árið sem Tiger sigraði á PGA Tour frá árinu 2009.

Aðrir kylfingar sem eru meðal tekjuhæstu íþróttamanna skv. Forbes eru Phil Mickelson (7. sæti), Rory McIlroy (21. sæti), Ernie Els (78. sæti) og Brandt Snedeker (81. sæti).