Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2013 | 08:45

Forgjöf Mickelson er + 5.2

Hafið þið nokkru sinni velt fyrir ykkur hvort atvinnumenn séu með forgjöf og þá hver hún sé?

Phil Mickelson er félagi í Whisper Rock golfklúbbnum í Scottsdale, Arizona og skv. skrám þar er forgjöf hans +5,2 (sbr. USGA Golf Handicap og Information Network (ghin.com).

Mickelson, sem hannaði Lower Course í Whisper Rock, er einn nokkurra leikmanna PGA Tour, sem er félagar þar og má sjá forgjöf þeirra skráða þar.

Hér að neðan má sjá forgjafarskrá (ens. handicap index) um hvernig forgjöf Phil hefir tekið breytingum frá því í febrúar á þessu ári (en hringirnir sem hann spilar á PGA Tour hafa áhrif á forgjöf hans)

Mickelson.jpg

Á forgjafarskránni hér að ofan sést hvert einasta skor Mickelson frá því hann tók þátt í Northern Trust Open að undanskildu Masters risamótinu.

Þann 1. febrúar 2013 var forgjöf Mickelson + 7,2.  Forgjöfin féll vegna þess að hann braut 70 í aðeins 8 hringjum af 20, sá lægsti var 67. Hringurinn upp á 79 högg var á 2. hring Arnold Palmer Invitational, þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð.

Félagar af túrnum sem jafnframt eru félagar í Whisper Rock’s eru m.a.: Aaron Baddeley (+4.4, úr +6.2); Martin Kaymer (+4.6, úr +5.8); Kevin Streelman (+5.3, úr +6.2); Paul Casey (+3.9, úr +4.6); Billy Mayfair (+3.7, úr +5.2); Chez Reavie (+4.5 úr +5.4); og Geoff Ogilvy (+4.2 úr +6.2).

Bróðir Mickelson, Tim, sem er þjálfari Arizona State, er einnig félagi í klúbbnum og er með forgjöf sem hefir farið í +3.7, úr +4.4. Kylfusveinn Phil, Jim Mackay, betur þekktur sem Bones, er líka félagi með forgjöf sem komin er í 3.1, úr 1.9.