Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 20:00

GR: Helgi Birkir sigraði á Opna Eimskip – var á 66 höggum!

Fyrsta opna mót sumarsins í Grafarholti, Opna Eimskip, fór fram, sunnudaginn 2. júní s.l. Alls tóku þátt 166 keppendur og léku í fremur köldu veðri í Holtinu. Árangur dagsins var þó vægast sagt glæsilegur, en alls 35 kylfingar hlutu 35 og fleiri punkta og besta skor var 66 högg, eða 5 högg undir pari vallarins.

Leikin var punktakeppni í flokki karla og kvenna og verðlaun veitt fyrir 3 bestu skorin sem og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Nándarverðlaun: 
2.braut: Styrmir Guðmundsson GSE – 2,19 m
6.braut:  Óskar Bjarni Ingason  GR – 2,38 m
11.braut:  Pétur Andri Ólafsson GKG – 1,91 m
17.braut:  Helgi Birkir Þórisson GSE – 2,02 m

Höggleikur:
1. Helgi Birkir Þórisson GSE – 66 högg
2.  Hrafn Guðlaugsson GSE – 69 högg
3. Kristinn Gústaf Bjarnason GSE – 70 högg

Almennur flokkur karla:
1. Halldór Sigurbjörn Guðjónson GR – 43 punktar (betri á seinni 9)
2. Anton Kristinn Þórarinsson GR – 43 punktar
3. Gísli Þorsteinsson GKG – 42 punktar

Almennur flokkur kvenna:
1. Helga Óskarsdóttir GR – 33 punktar (betri á seinni 9)
2. Camilla Margareta Tvingmark GKJ – 33 punktar
3.Hallbera Eiríksdóttir GR – 31 punktar

Verðlaunahafar hafa getað nálgast verðlaun sín á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með gærdeginum þ.e. þriðjudeginum 4. júní. Skrifstofa GR er opin alla virka daga frá 9-16.