Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Massimo Scarpa – 5. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Massimo Scarpa. Massimo fæddist í Feneyjum,  5. júní 1970 er er því 43 ára í dag.

Scarpa gerðist atvinnumaður í lok árs 1992 og því er hann búinn að vera atvinnumaður í golfi í 20 ára á þessu ári.  Árið 1992 rétt áður en hann gerðist atvinnumaður vann hann European Amateur. Massismo spilaði bæti á Evróputúrnum og á Áskorendamótaröðinni á árunum 1993-2006.  Hann vann 1 sinni á Evróputúrnum og 2 á Áskorendamótaröðinni. Hann vann líka Italian National Omnium þrisvar sinnum á árunum á milli 1998 og 2001. Hann var fulltrúi Ítalíu á Alfred Dunhill Cup  1999  þegar mótið fór fram á  St Andrews, og bar þar sigurorð af þreföldum meistara risamóta Payne Stewart á 2. hring minna en 1 mánuði áður en Payne dó.

Loks mætti geta að Massimo Scarpa er frægur fyrir að spila bæði rétt- og örvhent.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

John Scott (48 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is