Frægir kylfingar: Jack Nicholson kaupir sett fyrir 9,2 milljónir
Jack Nicholson, sem hefir ekkert farið of vel með kylfur sínar hugsar sig kannski um tvisvar áður en hann fer að brjóta kylfur eða í kylfukast næst á golfvellinum Óskarsverðlaunahafinn greiddi$ 75.000,- (rúmlega 9,2 milljónir íslenskra króna) fyrir golfsett þ.e. poka og 14 kylfur – tré, járn o.s.frv. Kylfurnar voru sérsmíðaðar fyrir Nicholson af japanska kylfusmiðnum Honma. Kylfurnar eru búnar til af 100 smiðum og efnið er m.a. platína og 24 karata gull.
LPGA: Kerr og Lewis ætla að reyna að stoppa sigurgöngu Asíu á Wegmans risamótinu
Annað risamótið hjá konunum Wegmans LPGA Championship byrjar á morgun fimmtudaginn 6. júní og eru Asíustúlkur ákveðnar að þrífa til sín risamótstitil 9 skiptið í röð. Í fyrra gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að stúlkum frá Asíu tókst að vinna alla risatitla ársins í kvennagolfinu. Inbee Park frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco Championship í byrjun þessa árs þannig að kannski er verið að reyna að endurtaka fyrri árangur Asíu frá því í fyrra? Nr. 1 á Rolex-heimslistanum í kvennagolfinu er frá Asíu (en það er einmitt Inbee) og 7 stúlkur frá Asíu eru á topp-10 listanum! Því eru líkurnar á sigurvegara frá Asíu miklar. „Það væri frábært Lesa meira
Glæsilegum Golfdögum lokið – Úrslit
Kringlan og GSÍ stóðu fyrir golfdögum í Kringlu, dagana 30.maí – 2.júní. Fjölmargar verslanir buðu glæsileg tilboð og boðið var upp á áhugaverðar golftengdar kynningar og fræðslu í göngugötu. Mikill fjöldi lagði leið sína í Kringluna þessa daga og ljóst að golfáhugi almennings er mikill. Fjöldinn og stemningin náði hámarki á laugardag þegar keppni fór fram um hver gæti slegið lengst í golfhermi, en auk þess var skemmtileg púttkeppni í gangi á sama tíma. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í keppnunum enda til mikils að vinna því í boði voru glæsileg verðlaun. Keppnin um lengsta “drævið” var hörð og spennandi og keppt var bæði í karla – og Lesa meira
Skjólstæðingur Trump tryggði sér sæti á Opna bandaríska
John Nieporte var kominn að niðurlotum sumarið 2001. Atvinnumaðurinn var orðinn dauðþreyttur á að ferðast á milli smá-mótaraða og banka stöðugt á dyr þess að vera e.t.v. að „meika það.“ „Ég sagði við konu mína að ég ætlaði að sjá hvernig mér gengi í New York State Open. Ég var orðinn pirraður. Þannig ef mér gengi ekki vel ætlaði ég að fara aftur að vinna við fasteignasölur í Flórída,“ sagði Nieporte eftir að hann náði í 3. og síðasta sætið í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska á Ritz-Carlton Members Club með fugli á 3. holu bráðabana snemma í morgun. Golfguðirnir verðlaunuðu vinnu hans 12 árum áður með sigri á hinum fræga Lesa meira
Evróputúrinn: Manassero kylfingur maímánaðar
Matteo Manassero var útnefndur kylfingur maímánaðar eftir frábæran sigur sinn á BMW PGA Championship, flaggskips viðburð Evrópumótaraðarinnar í Wentworth Club, Surrey á Englandi, en með því afreki sínu hélt hann áfram að skrifa sig í metabækur. Matteo, sem hlaut ágrafinn grip/disk og risastóra flösku af Moët & Chandon kampavíni, vann fyrst Skotann Marc Warren og síðan Simon Khan á 4. holu bráðabana 37 dögum eftir 20 ára afmælisdag sinn. Eftir að verða sá yngsti árið 2009 til þess að sigra Amateur Championship og þar að auki fyrsti Ítalinn til að sigra mótið hélt Manassero áfram og varð sá yngsti til að vinna silfurmedalíuna í Opna breska (2009) og jafnframt varð hann Lesa meira
Bikinímyndir Natalie Gulbis
Natalie Gulbis hefir aðeins sigrað á 1 móti á LPGA og það var fyrir 6 árum síðan þ.e. 2007 á Evían Masters. Hún er með þekktari kylfingum á LPGA …. vegna fjölmargra mynda sem teknar hafa verið af henni fáklæddri. Birtst hafa sumarbikínís-myndirnar af Gulbis og var ein af frægari tökunum þegar bikiníið var bara málað á hana (ens. bodypaint) Sjá má þessar myndirnar með því að SMELLA HÉR: (athugið að þið verðið að „skrolla“ aðeins niður síðuna til þess að sjá myndirnar.
Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 70 ára stórafmæli í dag og Sandra Post er 65 ára í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Haynie Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA. Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Post Lesa meira
25 ára afmælisstúdentar frá MR 1988 tóku hring í Grafarholtinu
Þann 1. júní 2013, var haldið upp á að fríður hópur ungmenna útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík fyrir um 25 árum síðan, þ.e. árið 1988. Um daginn var tekinn golfhringur í Grafarholtinu og mættu 8 vaskir kylfingar úr árgangnum og skemmtu sér vel í golfi saman, eftir rækilega upphitun. Mjór er mikils vísir og er þegar farið að tala um að stofna golfklúbb þessa frábæra árgangs 1988 úr MR, því eflaust hafa miklu færri mætt en vildu, en árgangurinn telur á 2. hundrað manns. Golf er kjörið tækifæri að halda öllum unglegum og frískum og kjörið tækifæri til að hittast og skemmta sér. Um kvöldið hélt skemmtunin síðan áfram Lesa meira
GK: Anna Snædís sigraði í Opna PING
Á laugardaginn s.l. 1. júní 2013 fór fram Opna PING Öldungamótið. Leikið var í 4 flokkum: einum flokki kvenna 50+; karlaflokki 55+; karlaflokki 70+ (rauðir) og karlaflokki 70+ (gulir). Þátttakendur í mótinu voru 152 og þar af luku 145 keppni. Í kvennaflokki 50+ voru úrslit eftirfarandi: Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK og María Málfríður Guðnadóttir, GKG voru jafnar í höggleiknum en í punktakeppninni hafði Anna Snædís betur var á 35 punktum en María Málfríður á 33 punktum. 1 Anna Snædís Sigmarsdóttir GK 6 F 40 38 78 7 78 78 7 2 María Málfríður Guðnadóttir GKG 3 F 40 38 78 7 78 78 7 3 Guðrún Garðars GR 6 F Lesa meira
Heimslistinn: Kuchar í 4. sæti
Eftir sigurinn glæsilega á The Memorial móti Jack Nicklaus í Dublin, Ohio, hefir Matt Kuchar færst upp í 4. sætið og hefir aldrei verið ofar á heimslistanum. Mikko Ilonen sem vann Nordea Masters mótið nú um helgina var í 114. sæti heimslistans fyrir helgina en fer upp um 35 sæti á heimslistanum. Hann er nú kominn í 69. sætið, þ.e. vel inn á topp-100 og nálgast óðfluga 50. sætið. Sjá má stöðuna á heimslistanum í heild með því að SMELLA HÉR: Staða efstu manna á topp 10 er eftirfarandi: 1. sæti Tiger 2. sæti Rory McIlroy 3. sæti Adam Scott 4. sæti Matt Kuchar 5. sæti Justin Rose 6. sæti Lesa meira









