Jarrod Lyle.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2013 | 19:00

Lyle virðist kominn yfir hvítblæðið

Svo virðist sem kylfingurinn Jarrod Lyle hafi sigrast á hvítblæði í 2. sinn.

Lyle var fyrst greindur með hvítblæði þegar hann var 17 ára en hann náði sér nógu vel til þess að komast á PGA Tour í fyrsta sinn árið 2007.

Hann komst að því að hvítblæðið hafði tekið sig upp í mars 2012, aðeins nokkrum dögum áður en eiginkona hans, Briony,  eignaðist fyrsta barn þeirra, dóttur.

Briony Lyle var sett af stað til þess að Jarrod gæti verið viðstaddur fæðingu barns síns áður en hann færi í meðferð. Síðastliðinn ágúst gekkst Lyle undir beinmergsflutning, sem tókst vel.

Í mars lék Lyle 18 holur á The Sands Torquay í Melbourne, fyrsta hring sinn í 14 mánuði. Lyle vonast til þess að geta hafið leik að nýju á PGA Tour á næsta ári.