Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 23:25

LPGA: Chella Choi efst á Wegmans

Það er Chella Choi frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship.  Í dag var 1. hringur leikinn en mótið var frestað í gær vegna óveðurs í NY.

Choi lék Locust Hill golfvöllinn í NY á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 6 fugla, 11 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti er landa hennar, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum; Jiyai Shin, á 4 undir pari, 68 höggum, en hún deilir 2. sætinu með bandaríska stúlkunni Morgan Pressel.

Í 4. sæti er Brittany Lincicome og 5. sætinu deila Jessica Korda og golfdrottningin suður-kóreanska Se Ri Pak.

Cristie Kerr og Stacy Lewis sem voru búnar að heita að stöðva sigurgöngu Asíu í risamótum kvennagolfsins eru í 49. og 32. sæti í mótinu.

Til þess að sjá stöðuna á Wegmans eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: