Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 19:30

Axel í 20. sæti á St. Andrews Links!!!

Axel Bóasson, GK, var nú rétt í þessu að ljúka leik á 1. degi St. Andrews Links Trophy 2013, en leikið var á Jubilee vellinum í dag.

Axel var á sléttu pari, 72 höggum fékk 2 fugla og 2 skolla.  Hann deilir 20. sætinu með 13 öðrum kylfingum eftir 1. dag.  Þátttakendur eru 144 og mótið eitt sterkasta áhugamannamót heims. Í ljósi þessa er árangur Axels stórglæsilegur!!!!

Í efsta sæti er „heimamaðurinn“ Ryan Evans á 4 undir pari, 66 höggum þ.e. aðeins 4 höggum á undan Axel.

Sjá má stöðuna á St. Andres Links Trophy 2013 eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: