Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 19:25

Þórður Rafn hlaut €290 í verðlaunafé á Land Fleesensee Classic

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í dag leik á Land Fleesensee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPC mótaraðarinnar. Leikið var á golfvelli Golf & Country Club Fleesensee hjá Berlín.

Þórður Rafn lék samtals á 2 yfir pari (73 71 74) og lauk leik T-45. Í verðlaunafé hlaut Þórður Rafn € 290,-

Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Florian Fritsch á 17 undir pari (68 66 65).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Land Fleesensee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: