
Frægir kylfingar: Oliver Hardy
Litli og Stóri. Gög og Gokke. Stan Laurel og Oliver Hardy.
Vissi einhver að „Stóri“ þ.e. gamanleikarinn Oliver Hardy í gamanmyndunum vinsælu um Litla og Stóra hefði verið forfallinn kylfingur?
Oliver Hardy fæddist 18. janúar 1892 og hefði því orðið 121 árs í ár en hann dó fremur ungur eða 65 ára, þann 7. ágúst 1957.
Hann var ýmist kallaður Babe eða Ollie og kynntist golfinu fyrst 21 árs (árið 1913) og það hjá samgamanleikara sínum Larry Semon. „Ég elskaði það (golfið) strax á fyrsta deginum mínum á linksaranum“ er haft eftir Ollie. „Ég elskaði allt við leikinn …. golf var svo sannarlega leikur minn.

Daly og Feherty hvað? Þegar John Daly sló bolta úr munni þátttarstjórnandans Feherty fyrir skömmu vakti það mikla athygli en Stan Laurel og Oliver Hardy voru búnir að taka þetta atriði löngu fyrir Daly og Feherty þ.e. þegar þeir voru í tökuhlé á kvikmyndinni „Great Guns“ frá 1940.
Ollie , sem fæddist rétt hjá Augusta í Georgíu gerðist félagi í Lakeside golfklúbbnum fræga í Kaliforníu 1931 eftir að hann var orðinn vinsæll og þekktur leikari en klúbburinn er frægur kvikmyndastjörngolfklúbbur.
Ollie var hins vegar „alvöru kylfingur“ sem spilaði með mönnum á borð við WC Fields og Bing Crosby og var oftast með skor í kringum 70.
Ollie reyndi alltaf að flýta sér í tökum þannig að hann næði a.m.k. 9 holu hring og þegar hann varð að ferðast vegna kvikmynda sinna reyndi hann alltaf að komast á erlenda golfvelli. Hann spilaði t.a.m. á Gleneagles þegar hann og „Litli“ voru í kynningarferðalagi um Skotlandi og England, 1932.
Í einni kvikmynd „Litla og Stóra“ kemur golf við sögu en það er myndin: „Should Married Men Go Home?“ (1928). Hér er um þögla mynd að ræða enda 85 ára. Gaman að sjá golftískuna á þeim tíma. Sjá má myndina í fullri lengd með því að SMELLA HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022