Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin (2): Viðtal við Ingvar Andra Magnússon

Hér kemur viðtal sem hefði í raun átt að birtast fyrir tæpri viku, en þá stóð Ingvar Andri Magnússon, GR, 12 ára, uppi sem sigurvegari á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu.  Þá voru hann og Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, efstir og jafnir í flokki 14 ára og yngri drengja á samtals 8 yfir pari, 148 höggum. Eftir hefðbundnar 36 holur varð því að fara fram bráðabani milli þeirra, þar sem Ingvar Andri vann á 2. holu. Hér fer stutt viðtal við sigurvegarann Ingvar Andra en ítarlegra viðtal hann birtist á morgun. Golf 1: Innilega til hamingju með sigurinn á 2. móti Íslandsbankaraðarinnar á Hellu. Er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 19:00

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Fannar Inga Steingrímsson

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, er aldeilis búinn að slá í gegn úti í Eyjum leiddi eftir 1. dag 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu á glæsilegu skori 5 undir pari.  Það er ekki nema vika síðan að hann sigraði á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Hellu á skori upp á 9 undir pari, 61 höggi seinni daginn. Í dag hélt Fannar Ingi sínu á Vestmannaeyjavelli lék á sléttu pari og er því samtals á 5 undir pari, 135 höggum, aðeins einu höggi á eftir forystumanni 2. dags Andra Þór Björnssyni, GR. Golf 1 tók stutt viðtal við Fannar Inga: Golf 1: Fannar Ingi innilega til hamingju með alla glæsihringina þína að undanförnu, 61 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 18:30

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Andra Þór Björnsson sem leiðir eftir 2. dag í Eyjum!

Andri Þór Björnsson, GR átti frábæran hring á 2. degi 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu úti í Eyjum í dag.  Hann lék í tveimur orðum ótrúlega flott golf – var á 6 undir pari, 64 höggum.  Golf 1 tók stutt viðtal við Andra Þór. Golf 1:  Sæll Andri Þór og til hamingju með þennan flotta hring! Hvað var að ganga upp í dag? Andri Þór:  Ég var að pútta vel og chippa og stutta spilið var í lagi. Golf 1:  Hvernig er að vera farinn að spila aftur á Íslandi miðað við Louisiana? Andri Þór:  Það er breyting eins og allir væntanlega gera sér grein fyrir. Það er meiri vindur og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (2): Andri Þór á 64 glæsihöggum í Eyjum!!!

Andri Þór Björnsson, GR, var að ljúka 2. hring á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu, sem fram fer úti í Eyjum. Andri Þór lék á 6 undir pari, 64 glæsihöggum!!! Andri Þór fékk hvorki fleiri né færri en 7 fugla og örn (á par-5, 16. brautinni) , 7 pör en líka 3 skolla!!! Stórglæsilegur hringur hjá Andra Þór!!! Andri Þór er því samtals búinn að spila á 6 undir pari, 134 höggum (70 64) og hefir tekið forystu í mótinu en örfáir eiga eftir að ljúka leik og spennan mikil hvort Andri Þór hafi með flottum hring sínum í dag náð forystunni í mótinu.  Nú rétt í þessu voru tölur að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 17:25

Birgir Leifur í 13. sæti eftir 3. dag!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í D + D Czech Challenge Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.  Mótið fer fram í Golf & Spa Kunetická Hora í Drftec, í Tékklandi dagana 6.-9. júní 2013. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á samtals 11 undir pari,  205 höggum (69 65 71) og deilir 13. sætinu með Raymond Russell frá Skotlandi!!! Glæsilegt hjá Birgi Leif! Það verður gaman að sjá í hvaða sæti Birgir Leifur lendir á morgun, lokadag mótsins. Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Czech Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 17:00

Axel lék aftur á 72

Axel Bóasson, GK, var nú rétt í þessu að ljúka leik á 2. degi St. Andrews Links Trophy 2013, en leikið var aftur á Jubilee vellinum í dag. Axel var á sléttu pari, 72 höggum líkt og í gær en í dag fékk hann 4 fugla, 2 skolla og 1 skramba. Stendur er Axel í 12. sæti, en fjölmargir þ.á.m. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistalan getur raskast. Þátttakendur eru 144 og mótið eitt sterkasta áhugamannamót heims Sjá má stöðuna á St. Andres Links Trophy 2013 eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 16:25

Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Önnu Sólveigu forystukonu 2. dags

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, leiðir fyrir lokahringinn úti í Vestmannaeyjum. Hún lék í dag á 2 yfir pari, 72 höggum. Í gær spilaði hún  á 74 höggum og er því samtals á 6 yfir pari, 1 höggi á undan klúbbfélaga sínum Signýju Arnórsdóttur, GK. Golf 1 tók stutt viðtal við Önnu Sólveigu. Golf 1: Sæl Anna Sólveig – þetta var glæsilegt hjá þér í dag 2 yfir pari, hvað var að ganga upp? Anna Sólveig:  Bara allt, ég var að slá mjög vel. Golf 1: Þetta var flott hjá þér að taka skrambann á 13. aftur með tveimur fuglum í röð – hvað er eiginlega svona erfitt við 13.? Anna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 16:00

Eimskipsmótaröðin (2): Anna Sólveig leiðir fyrir lokahringinn

Veður úti í Vestmannaeyjum á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar mætti vera betra, það er þoka, kuldi og rigning. Þær breytingar urðu á forystunni í kvennaflokki mótsins að Anna Sólveig Snorradóttir, GK,  hefir í dag tekið forystu, lék Vestmannaeyjarvöll á tveimur yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk hún 3 fugla, 12 pör, 1 skolla og 2 skramba, annan á par-4 13. holunni, sem reynist mörgum svo erfið.  Hún tók skrambann samt aftur strax á 14. og 15. holunum þar sem hún var með fugla, en fékk síðan annan skramba á 17. holu!  Samtals er Anna Sólveig búin að spila á 6 yfir pari, 146 höggum (74 72). Í 2. sæti aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 14:55

Evróputúrinn: Luiten leiðir enn á Lyoness

Það er hollenski kylfingurinn Joost Luiten sem leiðir fyrir lokahring Lyoness Open powered by Greenfinity mótinu  í Atzenberg í Austurríki. Hann er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (65 68 67). Öðru sætinu deila Spánverjarnir Jorge Campilo og Eduardo de la Riva 3 höggum á eftir, á 13 undir pari, 203 höggum, hvor; Campilo (70 67 66) og De la Riva (69 70 66). Í 4. sæti eru síðan Thomas Björn frá Danmörku og franski kylfingurinn Romain Wattel, báðir á 11 undir pari og 6. sætinu deila Miguel Angel Jiménez og Englendingurinn Paul Warig. Til þess að sjá stöðuna á Lyoness Open eftir 3. hring SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Kathryn Marshall Imrie – 8. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er skoski kylfingurinn Kathryn Christine Marshall, sem tók upp ættarnafnið Imrie þegar hún gifti sig. Hún er fædd 8. júní 1967 og á því 46 ára afmæli í dag. Kathryn átti mjög farsælan áhugamannsferil; árin 1981 og 1985  var hún skoskur skólameistari (ens.: Scottish Schools’ champion); árin 1983-85 var hún skoskur unglingameistari (ens.: Scottish Youth’s champion) og árið 1983 var hún skoskur unglingameistari í holukeppni og meistari í höggleik (ens.: the Scottish Junior Open Strokeplay Champio) árin 1985, 1986 og 1987. Kathryn var hluti af Curtis Cup liðinu 1990. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með the University of Arizona, þar sem hún var All-American, 1989. Kathryn gerðist atvinnumaður í golfi Lesa meira