Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 10:45

Topp-20 kylfingarnir á US Open

CBS Sports hefir tekið saman yfirlit yfir 20 topp kylfinganna sem taka þátt í 113. Opna bandaríska risamótinu,  sem hefst n.k. fimmtudag og stendur dagana  13.-16. júní  í Merion Golf Club í Ardmore, Pennsylvaníu.  CBS listar kylfingana upp í skv. spá þeirra um hverjum muni vegna best. Golf 1 er ekki sammála þeirri listun þ.e. að Hunter Mahan standi uppi sem sigurvegari og Tiger verði í 2. sæti, en það er annað mál. Gaman er að sjá hverjir toppkylfingarnir að mati CBS eru og Golf 1 sannfært um að sigurvegari Opna bandaríska verði í þessum hópi:

HUNTER MAHAN

Aldur: 31.

Ríkisfang: bandarískur.

Staða á heimslista: 22. sæti

Alþjóðlegir sigrar: 5.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besta frammistaða á Opna bandaríska: T-6 árið  2009 á Bethpage Black.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Hitti stöngina í aðhöggi sínu á 16. braut Bethpage Black og sneri fugli í skolla.

Upprifjun: Mahan hefir ekki sigrað á frá því hann vann á the Houston Open vikuna fyrir Masters 2012 og lenti í lægð í usmar þegar hann var með a.m.k. einn hring upp á 74 eða hærra í 7 mótum í röð. Formið virðist skipta litlu máli í ár og Mahan er einn af bestu  „sláttumönnunum“ á túrnum. Opna bandaríska er eins og sniðið fyrir leik hans.

TIGER WOODS

Aldur: 37.

Ríkisfang: bandaríksur.

Staða á heimslista: 1.

Alþjóðlegir sigrar 90.

Sigrar á risamótum: Masters (1997, 2001, 2002, 2005), US Open (2000, 2002, 2008), Opna breska (2000, 2005, 2006), PGA Championship (1999, 2000, 2006, 2007).

Besta frammistaða á Opna bandaríska: Sigur.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Sigraði með 15 höggum á næsta mann á Pebble Beach in 2000, sem er met í sögu mótsins.

Upprifjun: Tiger þykir sigurstranglegastur til að sigra á Opna bandaríska eftir sigur hans á The Players Championship, sem var 4. sigur hans í ár. Í síðasta sinn sem hann vann á velli sem hann hafði aldrei spilað áður var Royal Liverpool árið 2006 á Opna breska. Það er engin ástæða til þess að trúa ekki á hann, nema fyrir það að ómögulegt er að spá fyrir með golfíþróttina og Tiger hefir ekki sigrað á risamóti í 5 ár. Lítill vafi virðist á því að þessari eyðimerkurgöngu muni ljúka. Spurningin er bara hvar.

 —

TIM CLARK

Aldur: 37.

Ríkisfang: suður-afrískur.

Staða á heimslista: 49.

Aljóðlegir sigrar: 5.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur á Opna bandaríska: T-3 á Pinehurst Nr. 2 árið 2005.

Minnisstæð frammistaða á US Open:  Hann átti 22 hringi í röð á US Open án þess að brjóta par.

Upprifjun: Í 4 af síðustu 6 risamótum hefir hann notað langan pútter. Kannski að það væri við hæfi að hann sigraði nú. Andstaða hans gegn banni á pútterunum varð m.a. til þess að leikmenn á PGA Tour snerust gegn banninu líka. En Clark er miklu meira en góður púttari. Hann er stórhættulegur á völlum þar sem krafist er nákvæmni og kristalltærs járnaleiks.

MATT KUCHAR

Aldur: 34.

Ríkisfang: bandarískur

Staða á heimslista: 4.

Alþjóðlegir sigrar: 6.

Sigur á risamóti: Enginn.

Besta frammistaða á Opna bandaríska: T-6 árið 2010 á Pebble Beach.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Kuch var brosandi í Olympic Club árið 1998 sem áhugamaður þegar hann varð T-14 og ávann sér sæti í mótinu árið á eftir.

Upprifjun: Hann hefir verið einn af stöðugustu bandarísku kylfingunum s.l. 3 ár með fleiri topp-10 árangra en nokkur leikmaður á PGA.  Það er ekkert sérstakt við leik hans. Hann er bara sérstaklega nýtinn með alt. Enginn er í betra formi fyrir Opna bandaríska en hann….  nema kannski Tiger.

GRAEME MCDOWELL

Aldur: 33.

Ríkisfang: norður-írskur.

Staða á heimslista: 8.

Alþjóðlegir sigrar: 11.

Sigrar á risamótum: US Open (2010).

Besti árangur á Opna bandaríska: Sigur.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Nafn hans er meðal þeirra sem sigrað hafa á Opna bandaríska á Pebble Beach ásamt nöfnum á borð við  Jack Nicklaus, Tom Watson, Tom Kite og Tiger Woods.

Upprifjun: Talið var að hann myndi sigra á Opna bandaríska í Olympic Club, þegar honum tókst illa upp á par-5unum á lokahringnum. Dræv hans og pútt og tveir sigrar á þessu ári gera það að verkum að líklegt þykir að hann bæti við öðrum US Open sigri. Ef hann sigrar er allt eins víst að hann byggi annan bar og nefni hann Nona Blue Two.

JUSTIN ROSE

Aldur: 32.

Ríkisfang: enskur.

Staða á heimslista: 5.

Alþjóðlegir sigrar: 10.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur á Opna bandaríska: T-5 á Olympia Fields árið 2003.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Að sigra á the Memorial og fá ekki undanþágu á  U.S. Open vegna þess að lokað hafði verið fyrir undanþágur á þátttöku. Síðan þá hefir U.S. Open framlengt undanþágur sínar til þátttöku á U.S. Open, þar til vikunnar sem mótið hefst.

Upprifjun: Rose er ekki alveg í umræðunni um að vera sá besti án þess að hafa sigrað á risamóti vegna þess að hann hefir einfaldlega ekki sigrað nógu oft, en þess í stað hefir hann sigrað á stórum mótum s.s.  FedEx Cup playoff, Memorial, Aronimink og World Golf Championship. Það eru orðin 15 ár síðan hann var unglingur sem náði þeim frábæra árangri að vera T-4 á Opna breska. Rose hefir oft byrjað vel á risamótum og það hlýtur að koma að því að hann nái líka að klára þau vel.

ADAM SCOTT

Aldur: 32.

Ríkisfang: ástralskur.

Staða á heimslista: 3.

Alþjóðlegir sigrar: 20.

Sigur á risamótum: Masters (2013).

Besti árangur á risamótum: T-15 árið 2012 í The Olympic Club.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Hann var 3. hjólið þegar USGA setti 3 bestu kylfinga á heimslistanum saman á rástíma, árið 2008.  Hinir tveir voru  Tiger Woods og Phil Mickelson.

Upprifjun: Svo virðist sem það sé aðeins Tiger sem fái spurningar um Grand Slam þegar hann sigrar á Masters. Scott á skilið að vera spurður þeirrar spurningar. Hann spilar minna en æfir þeim mun meira og virðist vel undirbúinn þegar hann mætir í mót. Ef hann hefði ekki klúðrað tækifæri sínu á Opna breska 2012 þá mætti segja að hann hefði gert það í 2 af 3 mótum þar áður. Hann er ákveðinn í að spila Merion 7 sinnum.

RORY MCILROY

Aldur: 24.

Ríkisfang: Norður-írskur

Staða á heimslista: 2.

Alþjóðlegir sigrar: 10.

Sigrar í risamótum: US Open (2011), PGA Championship (2013).

Besti árangur í Opna bandaríska: Sigur.

Minnisstætt á US Open: Þegar Rory faðmaði föður sinn, Gerry, á 18. flöt Congressional eftir að sigra í fyrsta risamóti sínum á metskori þ.e. á Opna bandaríska 2011.

Upprifjun: McIlroy hafði ekki hugmynd að hann myndi verða nr. 1 á heimslistanum 2012. Hann hafði ekki hugmynd um að hann myndi falla í djúpa lægð fyrsta 1/2 árið 2013.  Leikur hans getur snúist með litlum fyrirvara. Sú staðreynd að hann hefir varið tíma með Dave Stockton (púttþjálfara) í stað Michael Bannon (sveifluþjálfara) gæti reynst honum vel á Memorial.

LUKE DONALD

Aldur: 35.

Ríkisfang: enskur.

Staða á heimslista: 7.

Alþjóðlegir sigrar: 12.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur í Opna bandaríska: T-12 árið 2006 á Winged Foot.

Minnisstæð frammistaða á US Open:  Hann dró sig úr mótinu eftir 3. hring á US Open árið 2008 með meiðsl á úlnlið sem varð til þess að hann keppti ekki það sem eftir var ársins. En hann náði sér og var á tímabili nr. 1 á heimslistanum eftir það.

Upprifjun: Donald var nr. 1 á heimslistanum  á tímabili 6 risamóta, sem er lengsti tími nr. 1, sem aldrei hefir tekist að sigra á risamóti.  Hann rann því á endanum niður heimslistann. Að hafa færst niður heimslistann og það að enginn er með neinar væntingar til hans gæti einmitt verið það sem gerir það að verkum að Donald sigrar. Annars þyrfti hann að bæta nákvæmni sína …. og auðvitað skorið!

BRANDT SNEDEKER

Aldur: 32.

Ríkisfang: bandarískur.

Staða á heimslista: 6.

Alþjóðlegir sigrar: 5.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur í Opna bandaríska: T- 8 árið 2010 á Pebble Beach.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Þegar hann dró sig úr US Open á síðasta ári (2012) vegna verkja í rifbeinum, sem eru sömu meiðsl sem urðu til þess að hann tók sér mánaðar frí fyrir Masters.

Upprifjun: Snedker var í forystu eftir 54 holur á Masters  sem sýnir að hann á eflaust eftir að vera í forystu á fleiri risamótum. Snedeker hefir nú tekið þátt í 2 af 3 síðustu risamótum. Opna bandaríska gæti hentað honum ef hann drævar vel og sýnir sitt besta járnaspil. o

PHIL MICKELSON

Aldur: 42.

Ríkisfang: bandarískur.

Staða á heimslista: 10.

Alþjóðlegir sigrar: 43.

Sigrar á risamótum: Masters (2004, 2006, 2010), PGA Championship (2005).

Besti árangur í Opna bandaríska: Hefir verið í 2. sæti (fimm sinnum).

Minnisstæð frammistaða á US Open:  Að setja met á US Open á Bethpage Black árið 2009 þegar hann varð í 5. sinn í 2. sæti.

Upprifjun: Sögninni „Hvað gerir Phil næst?“ hefir aldrei verið erfiðari að svara en nú á þessu U.S. Open. Þegar hann leikur sem best getur vel verið að hann nái samt ekki þeim árangri sem hann á skilið. Þegar hann er ekki í formi getur hann samt keppt. Hann leggur eflaust mikla áherslu á drævin, en járnaspil hans og vipp ættu líka að koma honum langt á Merion.

JIM FURYK

Aldur: 43.

Ríkisfang: bandarískur.

Staða á heimslista: 28.

Alþjóðlegir sigrar: 18.

Sigrar á risamótum: US Open (2003).

Besti árangur á Opna bandaríska: Sigur.

Minnisstæð frammistaða á US Open:  Besta minningin er eflaust sigur Furyk á Olympia Fields árið 2003.  Önnur er þegar hann húkkaði með 3-tré á par-5 16. brautinni á Olympic Club á síðasta ári, sem varð til þess að hann missti forystuna.

Upprifjun: Tap hans í  Olympic Club á síðasta ári er bara eitt af mörgum tækifærum sem hann hefir látið ganga sér úr greipum og Merion gæti verið tækifæri hans til þess að gera breytingu á, sérstaklega vegna þess að Furyk er á heimavelli í Pennsylvaníu. Nákvæmni hans í drævum á eftir að koma Furyk vel. Lykillinn er fleygjárnsspil hans og hvort honum tekst að eyða minningum um léleg lok sín í fyrri risamótum.

SERGIO GARCIA

Aldur: 33.

Ríkisfang: spænskur.

Staða á heimslistanum: 14.

Alþjóðlegir sigrar: 23.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besta frammistaða á Opna bandaríska: T-3 árið  2002 á Bethpage Black.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Spilaði í lokaráshópnum með Tiger Woods á Bethpage Black árið 2002 og varð fyrir aðkasti áhorfenda fyrir að vera með of mörg vögg.

Upprifjun: Svo gæti farið að Garcia verði 2. vinsælasti kylfingurinn á Merion, sem er ekki endilega gott. Garcia er að spila í Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá því að hann átti í útistöðum við Tiger á The Players Championship og komment hans um „djúpsteikta kjúklinginn“ um Tiger í London.

ANGEL CABRERA

Aldur: 43.

Ríkisfang: argentínskur.

Staða á heimslista: 62.

Alþjóðlegir sigrar: 41.

Sigrar á risamótum: Masters (2009), US Open (2007).

Besti árangur á Opna bandaríska: Sigur.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Þegar Cabrera sat í búningsherberginu í Oakmont og Tiger Woods, var síðasti kylfingurinn sem enn gat náð honum náði ekki að setja niður fuglapútt á 18. holu.

Upprifjun: Það virðist ekki margt benda til þess að Cabrera muni verða einn af þeim efstu á Merion nema að leikur hans er feiknagóður um þessar mundir og hann sýnir klærnar á risamótum. Á Merion verður hann að skilja dræverinn eftir í pokanum á nokkrum stuttum holum um miðbik vallarins.  Cabrera sigraði á  U.S. Open í Pennsylvaníu. Og þetta er næsta tækifæri hans til þess að verða fyrsti afinn til að sigra í risamóti.

STEVE STRICKER

Aldur: 46.

Ríkisfang: bandarískur.

Staða á heimslista: 12.

Alþjóðlegir sigrar: 12.

Sigrar í risamótum: Enginn.

Besti árangur á Opna bandaríska: 5. sætið á Pinehurst Nr. 2 in 1999.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Það var þegar Stricker var í forystu ásamt öðrum á síðustu 9 í Oakmont árið 2007. Hann var á 42 höggum á síðustu 9 í mótinu og varð að sætta sig við T-13 niðurstöðu.

Upprifjun: Ef þetta er árið þar sem sigurvegarar í risamótum eru góðir gæjar sem fá alla til þess að líða vel þá er Stricker sigurstranglegastur. En því miður fer það ekki eftir því. En Stricker er einn tillitssamasti kylfingur á túrnum og þó hann hafi dregið verulega úr keppnisgolfinu virðist það ekki koma niður á leik hans. Leikur hans er einmitt slíkur að hann gæti hentað Merion, umfram önnur risamót – hann drævar vel og hefir yfirburðastjórn á fleygjárnsleik sínum og púttum. Reyndar eru púttin svo góð að hann ætti að fá borgað fyrir hjá Tiger fyrir að taka hann í kennslustund. Honum hefir bara ekki tekist að klára á risamótum!

LEE WESTWOOD

Aldur: 40.

Ríkisfang: enskur.

Staða á heimslista: 11.

Alþjóðlegir sigrar: 37.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur á Opna bandaríska: T-3 árið 2008.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Það var 5 metra púttið sem hann setti ekki niður á 18. flöt á Torrey Pines árið 2008, sem myndi hafa komið honum í bráðabana.

Upprifjun: Svo virðist sem U.S. Open sé besta tækifæri Lee til þess að sigra í risamóti vegna þess hvernig hann slær og hversu góð dræv hans eru.  Svo er karginn þykkur í kringum flatirnar og þar koma frábær vipp hans að góðum notum. Það sem veldur áhyggjum þeirra sem tippa vilja á Lee er hversu illa honum gekk á Wentworht og að hann náði ekki niðurskurði á Memorial.

MATTEO MANASSERO

Aldur: 20.

Ríkisfang: ítalskur.

Staða á heimslista: 26.

Alþjóðlegir sigrar: 4.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur á Opna bandaríska: T-46 í Olympic Club árið 2012.

Minnisstæð frammistaða á US Open: 69 högg á 2. hring Olympic Club, sem er eina skiptið sem hann hefir náð að brjóta par á U.S. Open.

Upprifjun: Það vakti mikla athygli að Manassero sigraði á Wentworth en þetta var í 4.skiptið sem hann sigraði á Evróputúrnum, en hann varð aðeins 20 ára s.l. apríl. Manassero fær e.t.v. ekki eins mikla umfjöllun og aðrir ungir kylfingar vegna þess að hann hefir aldrei verið kraftakylfingur. Krakkinn hatar samt skolla og hann kemur á Merion í fantaformi!

IAN POULTER

Aldur: 37.

Ríkisfang: enskur.

Staða á heimslista: 16.

Alþjóðlegir sigrar: 15.

Sigrar á risamótum: Enginn.

Besti árangur á Opna bandaríska: T-12 árið 2006 á Winged Foot.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Þegar hann var í skærbleikum buxum á lokahringnum á  U.S. Open í New York.

Upprifjun: Hann nær því mesta út úr leik sínum með frábæru stuttu spili, sérstaklega í púttum. En leikform hans fer upp og niður og þetta ár hefir honum ekki gengið eins vel og oft áður. Hann náði t.d. ekki niðurskurði á Masters, The Players Championship og í Wentworth. Það er nánast gulltryggt að hann nái að setja niður öll pútt af 3 metra færi. En þau verða að vera fyrir pari ekki skolla.

CHARL SCHWARTZEL

Aldur: 28.

Ríkisfang: suður-afrískur.

Staða á heimslistanum: 15.

Alþjóðlegir sigrar: 9.

Sigrar í risamótum: Masters (2011).

Besti árangur á Opna bandaríska: T-9 á Congressional árið 2011.

Minnisstæð frammistaða á US Open:  Var á 68 höggum á Opna bandaríska 2011, sem sigurvegari The Masters. Þetta var 15. hringur hans á Opna bandaríska og sá fyrsti sem honum tókst að brjóta par.

Upprifjun: Hann er fullkominn kylfingur sem er meðal þeirra bestu í mótum af og til. Schwartzel er meðal þeirra bestu í Suður-Afríku.  Hann hefir átt í vandræðum með púttin, sem gæti verið vandamál á Merion enþó hefir hann verið að æfa með Mark McNulty, sem var meðal bestu púttera síns tíma og gaman að sjá hverju það skilar.

DUSTIN JOHNSON

Aldur: 28.

Ríkisfang: bandarískur.

Staða á heimslista: 19.

Alþjóðlegir sigrar: 7.

Sigur á risamótum: Enginn.

Besta frammistaða á Opna bandaríska: T-8 á Pebble Beach árið 2010.

Minnisstæð frammistaða á US Open: Þegar hann glutraði niður 3 högga forystu á 2010 U.S. Open með þreföldum skolla á 2. holu og lék lokahringinn á 82 höggum.

Upprifjun: Johnson hefir verið MIA (ens.: stutt fyrir Missing In Action)  þ.e. fjarverandi að miklu leyti allt frá því að hann sigraði á Kapalua á Hawaii í upphafi árs. Hann hefir verið í lokaráshóp á mótum þrisvar sinnum á s.l. 6 risamótum og er enn talinn meðal hæfileikaríkustu ungu bandarísku kylfinganna. En Johnson er þekktari í dag fyrir að vera að deita Paulinu Gretzky en nokkuð sem hann hefir afrekað á golfvellinum. En það þarf mikið til þess að  afhugaleiða DJ. Hann gæti allt  skotið upp án þess að nokkur geri ráð fyrir honum.