Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2013 | 23:00

PGA: English leiðir þegar St. Jude er hálfnað

Þegar FedEx St. Jude Classic mótið er hálfnað á TPC Southwind í Tennessee þá er það Harris English sem kominn er í forystu.

Í kvöld átti hann besta skorið 64 glæsihögg þar sem hann fékk örn, 5 fugla, 11 pör og 1 skolla.

Samtals er English búinn að spila á 10 undir pari, 130 högg (66 64).

English á 2 högg á þann sem næstur kemur, Shawn Stefani, sem búinn er að leika á 8 undir pari, 132 höggum (67 65).

Þriðja sætinu deila síðan Paul Haley II og Scott Stallings á 5 undir pari, hvor.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru: Ross Fisher, Guan Tianlang (14 ára), Brandt Snedeker og Trevor Immelman.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á FedEx St. Jude Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: