Eimskipsmótaröðin (2): Úrslit
Nú í dag lauk 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu í Vestmannaeyjum, sem stóð 7.-9. júní. Sigurvegarar eru þau Haraldur Franklín Magnús, GR og Anna Sólveig Snorradóttir GK. Þátttakendur að þessu sinni, sem luku keppni voru 76; 62 í karlaflokki og 14 í kvennaflokki. Langflestir þátttakendur voru úr GR eða 18 talsins; næstflestir úr GKG eða 14 og þar á eftir þátttakendur úr GK 12 og GKJ 9 (en samtals þessir 4 klúbbar með 53 keppendur, sem luku keppni). Úrslitin í heild eru eftirfarandi: Í kvennaflokki: 1 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 39 38 77 7 74 72 77 223 13 2 Signý Arnórsdóttir GK 3 F 37 40 77 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (30 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (45 ára); Keith Horne, 9. júní 1971 (42 árs). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (2): Haraldur Franklín sigraði í Eyjum!!!
Haraldur Franklín Magnús, GR, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2012, sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu úti í Eyjum. Haraldur Franklín lék samtals á 1 undir pari, 209 höggum (67 70 72). Hann fékk 3 fugla, 10 pör og 5 skolla í dag, þegar svo virtist sem skýfall yrði í Vestmannaeyjum, en spilað var við erfiðar aðstæður, rigningu og kulda. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Haraldi Franklín!!!! Í 2. sæti var Björgvin Sigurbergsson, GK, á sléttu pari aðeins 1 höggi á eftir Haraldi Franklín. Björgvin lék samtals á 210 höggum (67 72 71). Þriðja sætinu deildu síðan heimamaðurinn Örlygur Helgi Grímsson, GV og Ragnar Már Garðarsson, GKG á Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (2): Anna Sólveig sigraði á Securitas mótinu!!!
Anna Sólveig Snorradóttir, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði var í þessu að sigra kvennaflokkinn á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu, sem fram hefir farið á Vestmannaeyjavelli, dagana 7.-9. júní 2013. Anna Sólveig spilaði á samtals 13 yfir pari, 223 höggum (74 72 77). Hún átti 1 högg á þá sem varð í 2. sæti klúbbfélaga sinn Signýju Arnórsdóttur, GK, sem einnig lék lokahringinn á 77 höggum en það dugði ekki til sigurs. Samtals lék Signý á 14 yfir pari, 224 höggum (75 72 77). í 3. sæti varð Karen Guðnadóttir, GS á 16 yfir pari, 225 höggum (75 73 78). í 4. sæti varð síðan Ingunn Gunnarsdóttir, GKG á samtals Lesa meira
Matt Kuchar einn heitasti kylfingurinn á US Open
Matt Kuchar er vinsæll kylfingur. Alltaf brosandi og jákvæður. Og svo er hann líka stórgóður kylfingur…. Hann er sá eini fyrir utan Tiger sem tekist hefir að sigra oftar en 1 sinni á PGA Tour á þessu ári. Kuchar er núverandi heimsmeistari í holukeppni og síðan sigraði hann The Memorial móti Jack Nicklaus fyrir viku síðan, þegar hann átti 2 högg á Kevin Chapell. Fyrir sigurinn hlaut hann $4,333,082,- Það varð til þess að Kuchar skaust upp í 4. sæti á heimslistanum, sem er það hæsta sem hann hefir náð á þeim lista. Með síðasta sigrinum, sem er sá 6. á ferlinum, náði Kuchar jafnframt 35. topp-10 árangri sínum frá 2010, Lesa meira
Elín Nordegren æf út í samband Tiger við Lindsey
Fréttir hafa borist af því að Elín Nordegren sé ekkert alltof hamingjusöm með samband fyrrum eiginmanns síns Tiger Woods og skíðadrottningarinnar Lindsey Vonn. Heimildarmaður sagði slúðurblaðinu US Weekley: „Hún hatar Lindsey Vonn og allt í sambandi við þennan rómans.“ HÉR MÁ SJÁ MYNDIR AF TIGER WOODS AÐ DEITA LINDSEY VONN Vonn og Woods opinberuðu samband sitt í síðasta mánuði og hafa síðan sést á ýmsum high-profile viðburðum s.s. hinni árlegu Met Gala í New York. En hin 33 ára Elín Nordegren er ekkert ánægð með samband þeirra, fremur en hún var ánægð með aðrar konur í lífi Tiger. HÉR MÁ SJÁ MYNDIR AF KONUNUM Í LÍFI TIGER WOODS Reyndar er Lesa meira
Lyoness Open í beinni
Í dag fer fram lokahringurinn Lyoness Open powered by Greenfinity, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Leikið er í Atzenbrugg, Austurríki og fer mótið fram dagana 6.-9. júní 2013. Leikið er á golfvelli Diamond Country Club. Meaðal þekktra kylfinga sem þátt taka í mótinu eru Spánverjinn Miguel Angel Jimenez en auk þess eru fjöldamargir aðrir m.a. áhugamaðurinn lítt þekkti Matthías Schwab frá Austurríki, sem þykir mikið efni og eins landi hans „heimamaðurinn“ Bernd Wiesberger, sem er eilítið þekktari. Jafnframt keppa kempur á borð við: Thomas Björn og James Kingston. Pablo Larrazabal og Robert Rock sem líka tóku þátt komust ekki í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá frá Lyoness Open í beinni SMELLIÐ Lesa meira
LPGA: Pressel efst á Wegmans
Það er bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem leiðir eftir 2. dag Wegmans LPGA Championship risamótinu á golfvelli Locust Hills í Pittsford, New York. Samtals er Pressel búin að spila á 6 undir pari, 138 höggum (68 70). Í 2. sæti 2 höggum á eftir eru nr. 1 á heimslista kvenna, Inbee Park og forystukona gærdagsins Chella Choi, báðar frá Suðu kvöld r-Kóreu á 4 undir pari, 140 höggum; Park (72 68) og Chella Choi (67 73). Í 6 af 8 efstu sætunum eru kvenkylfingar frá Asíu, að þessu sinni allar frá Suður-Kóreu. Spurningin er hvort Pressel takist að halda sínu eða einhver af þeim hreppi sigurinn í en í dag fara lokahringirnir tveir Lesa meira
PGA: Shawn Stefani leiðir fyrir lokahring St. Jude Classic
Það er nýliðinn Shawn Stefani sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring FedEx St. Jude Classic, sem leikinn verður í dag. Stefani er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (67 65 66) og hafa allir hringir hans verið langt undir 70 (pari TPC Southwind). Aðeins 1 höggi á eftir er Harris English á 11 undir pari, 199 höggum (66 64 69). Þriðja sætinu deila síðan Patrick Reed, Scott Stallings og Nicholas Thompson (bróðir Lexi Thompson). Allir eru þeir búnir að spila á 8 undir pari, 202 höggum; Reed (69 69 64); Stallings (67 68 67) og Thompson (67 69 66). Sjötta sætinu deila síðan Phil Mickelson og Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Tiger í Nepal Tiger Woods var kominn í þörf fyrir frí og flaug því til Nepal. En líkt og hver annar kylfingur í fríi hvíldist hann ekkert nema að fara út á golfvöll og þarna varð hann bara að spila á því sem í boði var á staðnum – fjallagolfvöll, sem var hátt uppi í Himalaya-fjöllunum. Þeir í golfklúbbnum þarna voru yfir sig ánægðir yfir að fá Tiger í heimsókn en þeim þótti mjög leitt að geta ekki boðið honum upp á kaddý, þar sem búið var að panta alla Sherpana, sem venjulega gegndu störfum kylfubera, í fjallaleiðangra á Everest. En þeir í klúbbnum fullvissuðu Tiger um að jak-uxi myndi Lesa meira








