Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 10:45

Elín Nordegren æf út í samband Tiger við Lindsey

Fréttir hafa borist af því að Elín Nordegren sé ekkert alltof hamingjusöm með samband fyrrum eiginmanns síns Tiger Woods og skíðadrottningarinnar Lindsey Vonn.

Heimildarmaður sagði slúðurblaðinu US Weekley: „Hún hatar Lindsey Vonn og allt í sambandi við þennan rómans.“

HÉR MÁ SJÁ MYNDIR AF TIGER WOODS AÐ DEITA LINDSEY VONN

Vonn og Woods opinberuðu samband sitt í síðasta mánuði og hafa síðan sést á ýmsum high-profile viðburðum s.s. hinni árlegu Met Gala í New York.

Elín Nordegren.

Elín Nordegren.

En hin 33 ára Elín Nordegren er ekkert ánægð með samband þeirra, fremur en hún var ánægð með aðrar konur í lífi Tiger.

HÉR MÁ SJÁ MYNDIR AF KONUNUM Í LÍFI TIGER WOODS

Reyndar er Nordegren, sem skildi við Tiger 2010 eftir mikinn framhjáhaldsskandal hans æf yfir að ástfangna parið hafi verið að umgangast börn hennar og Tiger, hina 5 ára Sam og Charlie, 4 ára.

Það er klausa í skilnaðarsamningi Elínar og Tiger um að Tiger megi ekki láta mynda sig með krökkunum og nýjum vinkonum sínum og er talið að Elín sé að hugsa sig um að höfða mál gegn Tiger.

Það sást m.a. til Vonn og Woods þegar þau voru að  leika með börnunum á sjósleða í maí 2013 rétt utan við heimili Tiger.

Heimildarmaðurinn sagði að Nordegren, væri jafnvel reið að Tiger hefði yfirleitt umgengnisrétt við börnin.

Hingað til hefir Nordegren, hvað svo sem henni finnst verið ansi dipló, en í febrúar s.l. sást náðu ljósmyndarar myndum af henni og Tiger þar  sem þau voru á hafnarboltaleik með krökkunum í Flórída.

HÉR MÁ Á HINN BÓGINN SJÁ MYNDIR AF TIGER WOODS OG LINDSEY VONN FÆKKA FÖTUM Á SNEKKJU

Tiger Woods and girlfriend Lindsey Vonn play happy families as they take the golf star's children to school.

Tiger Woods og kæresta hans Lindsey Vonn að fara með Sam, 5 ára í forskólann

Tiger Woods, 37, virðist standa algerlega á sama um Elínu

„Honum er nákvæmlega sama um hana,“  var haft eftir heimildarmanninum „Hann er svo sjálfselskur og sjálfmiðaður.“

Elín Nordegren hefir samt ekkert setið auðum höndum eftir skilnað sinn og Tiger en hún hefir verið að deita billjónamæringinn Chris Cline. Sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR: