Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 13:13

Eimskipsmótaröðin (2): Anna Sólveig sigraði á Securitas mótinu!!!

Anna Sólveig Snorradóttir, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði var í þessu að sigra kvennaflokkinn á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas mótinu, sem fram hefir farið á Vestmannaeyjavelli, dagana 7.-9. júní 2013.

Anna Sólveig spilaði á samtals 13 yfir pari, 223 höggum (74 72 77).  Hún átti 1 högg á þá sem varð í 2. sæti klúbbfélaga sinn Signýju Arnórsdóttur, GK, sem einnig lék lokahringinn á 77 höggum en það dugði ekki til sigurs.  Samtals lék Signý á 14 yfir pari, 224 höggum (75 72 77).

í 3. sæti varð Karen Guðnadóttir, GS á 16 yfir pari, 225 höggum (75 73 78).

í 4. sæti varð síðan Ingunn Gunnarsdóttir, GKG á samtals 17 yfir pari og í 5. sæti varð Heiða Guðnadóttir, GKJ, á samtals 22 yfir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar Securitas mótinu SMELLIÐ HÉR: