Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2013 | 23:59

Golfgrín á laugardegi

Tiger í Nepal

Tiger Woods var kominn í þörf fyrir frí og flaug því til Nepal. En líkt og hver annar kylfingur í fríi hvíldist hann ekkert nema að fara út á golfvöll og þarna varð hann bara að spila á því sem í boði var á staðnum – fjallagolfvöll, sem var hátt uppi í Himalaya-fjöllunum.

Þeir í golfklúbbnum þarna voru yfir sig ánægðir yfir að fá Tiger í heimsókn en þeim þótti mjög leitt að geta ekki boðið honum upp á kaddý, þar sem búið var að panta alla Sherpana, sem venjulega gegndu störfum kylfubera, í fjallaleiðangra á Everest.

En þeir í klúbbnum fullvissuðu Tiger um að jak-uxi myndi vel geta þjónað í stað kaddýanna.

Yak

Yak

„Sahib Woods,“ sagði ritari klúbbsins „þetta dýr er alveg ótrúlega verðmætt og góður burðaruxi, en þú verður bara að passa eitt, hann á það til að setjast á golfbolta. Þetta er samt ekkert vandamál þar sem allt sem þú þarft að gera er að grípa undir hann og ná í boltann þinn. Jak-uxinn mun síðan halda áfram kaddý-störfunum.“

Þarna var sem sagt búið að vara Tiger við. Fyrstu 8 holurnar voru viðburðarlitlar. Tiger þurfti aðeins að ná í boltann sinn undan uxanum tvisvar. Síðan var það á 9. holunni að Tiger varð að slá blindhögg yfir steinagjá í dogleg og sá ekkert hvar boltinn lenti.  Jak-uxinn hljóp á eftir boltanum og Tiger á eftir uxanum. Þegar Tiger kom fyrir horn sá hann hvar uxinn hans sat í vatnstorfæru.

Tiger svipti sig úr golffötunum og kafaði ofan í vatnið.  Það var ísjökulskalt.  Hann þreif undir uxann en fann ekki boltann sinn. Hann varð að koma upp á yfirborðið til þess að ná andanum og dýfði sér síðan ofan í, í annað sinn greip undir uxann…. en allt kom fyrir ekki.  Allt er þegar þrennt er þannig að hann reyndi í þriðja sinn…. en aftur árangurslaust. Frosinn eins og grýlukerti lagði hann af stað aftur í klúbbhúsið.

„Hvað gerðist eiginlega?“ var spurt með sjokksvip í klúbbhúsinu. Tiger útskýrði fyrir ritara klúbbsins að hann hefði kafað 3 sinnum til þess að ná í boltann sinn, en hefði ekki fundið hann undir jak-uxanum. Hann væri nær dauða en lífi úr kulda eftir þetta.

„Og“ hélt Tiger áfram, „jak-uxinn sigur enn í vatnstorfærunni!“

„Ó, afsakaðu þúsundfalt,“ sagði ritarinn afsakandi, „ég gleymdi að segja þér það. Jak-uxanum finnst líka gott að sitja á fiski!“