Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 15:45

Eimskipsmótaröðin (2): Haraldur Franklín sigraði í Eyjum!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2012, sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitas-mótinu úti í Eyjum.

Haraldur Franklín lék samtals á 1 undir pari, 209 höggum (67 70 72). Hann fékk 3 fugla, 10 pör og 5 skolla í dag, þegar svo virtist sem skýfall yrði í Vestmannaeyjum, en spilað var við erfiðar aðstæður, rigningu og kulda.  Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Haraldi Franklín!!!!

Í 2. sæti var Björgvin Sigurbergsson, GK, á sléttu pari aðeins 1 höggi á eftir Haraldi Franklín. Björgvin lék samtals á 210 höggum (67 72 71).

Þriðja sætinu deildu síðan heimamaðurinn Örlygur Helgi Grímsson, GV og Ragnar Már Garðarsson, GKG á samtals 1 yfir pari, hvor.

Í 5. sæti varð forystumaður gærdagsins Andri Þór Björnsson, GR á samtals 2 yfir pari og 4 kylfingar deildu síðan 6. sætinu á samtals 3 yfir pari þ.e.: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG; Bjarki Pétursson, GB; Emil Þór Ragnarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Til þess að sjá lokastöðuna í heild SMELLIÐ HÉR: