Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 13:00

Matt Kuchar einn heitasti kylfingurinn á US Open

Matt Kuchar er vinsæll kylfingur.  Alltaf brosandi og jákvæður. Og svo er hann líka stórgóður kylfingur…. Hann er sá eini fyrir utan Tiger sem tekist hefir að sigra oftar en 1 sinni á PGA Tour á þessu ári.

Kuchar er núverandi heimsmeistari í holukeppni og síðan sigraði hann The Memorial móti Jack Nicklaus fyrir viku síðan, þegar hann átti 2 högg á Kevin Chapell. Fyrir sigurinn hlaut hann $4,333,082,-

Það varð til þess að Kuchar skaust upp í 4. sæti á heimslistanum, sem er það hæsta sem hann hefir náð á þeim lista. Með síðasta sigrinum, sem er sá 6. á ferlinum, náði Kuchar jafnframt 35. topp-10 árangri sínum frá 2010, sem er besti árangur nokkurs kylfings á PGA Tour.  Eins er hann búinn að komast í gegnum niðurskurð 15 sinnum í röð….. og allt þetta þegar minna en vika er þar til US Open risamótið hefst.

„Að sigra á mótum verður til þess að enn fleiri mót vinnast. Í hvert skipti sem þægilegt er að spila í lokaráshópum og klára mót með sigri veitir það manni gríðarlega mikið sjálfstraust,“ sagði Kuchar eftir sigurinn á Memorial. „Mér finnst mjög mikil hjálp í því að hafa verið í lokaráshópnum á Colonial. Ég spilaði gott, stöðugt golf, en það dugði ekki alveg til. En þegar tækifæri til sigurs gafst strax aftur vikuna á eftir þá leið mér vel. Ég vissi að leikur minn var góður og leið vel.

„Ég er með mikið sjálfstraust fyrir Merion. Þetta er völlur sem ég hef ekki einu sinni séð áður, þannig að ég læri mikið. En mér skilst að það verði að dræva vel, eins og verður að gera í öllum Opnum bandarískum risamótum og mér finnst að ég hafi verið að dræva vel undanfarið. Ég hlakka til tækifæranna þarna á Merion.“

„Golf er hverfult,“ sagði Kuchar. „Það er aðeins hægt að hafa stjórn á því sem maður gerir sjálfur. Það er ekki hægt að stjórna því hvað aðrir gera. En mér finnst ég tilbúinn að mæta og spila gott golf. Ég myndi elska það að mæta og sigra á risamóti. Það er efst á óskalistanum – Ég vil gera það og mér finnst ég tilbúinn til þess. En það er aðeins hægt að hafa svo og svo mikla stjórn á þeirri jöfnu.“

Webb Simpson vann 2012 á Opna bandaríska, Lucas Glover 2009 …. en hvorugur þeirra býr yfir þeim stöðugleika, sem hinn 34 ára Kuchar.

Þó að Kuchar sé ekki mesta sleggjan á Túrnum (hann er aðeins í 108. sæti yfir þá sem eru með lengstu drævin) þá er hann nr. 5 á lista yfir þá sem fá flesta fugla á par-5 brautum, sem sýnir m.a. hversu frábær slátturinn er hjá honum og púttin ávallt óaðfinnanleg.

Já, þó flestir veðbankar spái því að Tiger sigri á US Open þá er Kuchar svo sannarlega einn heitasti kylfingurinn á Opna bandaríska og maður skyldi alls ekki afskrifa heimsmeistarann í holukeppni!!! (Kuchar).