Afmæliskylfingar dagsins: Sóley Erla Ingólfsdóttir og Ludviga Thomsen – 10. júní 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Sóley Erla Ingólfsdóttir og Ludviga Thomsen frá Færeyjum. Þær eiga báðar stórafmæli í dag Sóley Erla er 41 árs fædd 10. júní 1972 og Ludviga er 51 árs, fædd 10. júní 1962. Sóley Erla er móðir kylfingsins Ingólfs Orra Gústafssonar og Ludviga er mikill áhugamaður um golf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ludviga Thomsen (51 árs) Sóley Erla Ingólfsdóttir (41 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hee-Won Han, 10. júní 1978 (35 ára); Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (26 ára) ….. og ….. Benedikt S. Lafleur (48 ára) Daníel Einarsson, GSG (54 ára) Lesa meira
GKB: Örn Rúnar og Garðar Ingi sigruðu á Stóra Texas Scramble mótinu
Stóra Texas mótið var haldið á Kiðjabergsvelli laugardaginn 8 júní Skráð lið voru 60 en 57 lið mættu og luku keppni. þeir sem unnu til verðlauna voru eftirfarandi. Nándarverðlaun: 3. Braut Sigurður Aðalsteinsson 2,70m. 7. Braut Sigurður Sigfússson 2,30m. 12. Braut Ásdís Brá Höskuldsdóttir 1,48m. 16. Braut Eiríkur Ben 0,81m 18. Braut í tveim höggum Guðmundur Ingvi Einarsson 1,52m Úrslit í mótinu keppnisform höggleikur með forgjöf : 1 sæti Örn Rúnar Magnússon og Garðar Ingi Leifsson 65 högg netto. 2 sæti Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir 66 högg netto. 3 Sæti Björn þór Hilmarsson og Guðmundur Ingvi Einarsson 66 högg netto. 4 sæti Daði Valgeir Jakobsson Björg Hildur Daðadóttir 66 Lesa meira
5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (1/5)
Nú í vikunni hefst 2. risamót ársins í karlagolfinu Opna bandaríska (ens. US Open). Þetta er í 16. skipti, sem mótið er haldið í Pennsylvaníu og hefir það næstoftast verið haldið í því ríki Bandaríkjanna, á eftir New York. Það er nóg af eftirminnilegum augnablikum á Opna bandaríska í gegnum tíðina frá því þegar mótið hefir farið fram í Pennsylvaníu. Ben Hogan vann t.a.m. 2 af 4 US Open sigrum sínum í Pennsylvaníu, hetjusigur 1950 á Merion og yfirburðasigur í Oakmont 3 árum síðar. Byron Nelson vann eina US Open mót sitt í Philadelphiu. Jack Nicklaus og Ernie Els unnu fyrstu US Open titla sína í Pittsburgh (PA). Í fyrsta Lesa meira
LPGA: Inbee vann eftir bráðabana
Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu, stóð uppi sem sigurvegari á Wegmans LPGA Championship, risamótinu, sem fram fór í á golfvelli Locust Hills í Pittsford, New York. Inbee og hin skoska Catriona Matthews voru efstar og jafnar eftir 54 holur; báðar búnar að spila á samtals 5 undir pari, 283 höggum; Matthews (71 71 73 68) og Inbee á (72 68 68 75). Það varð því að fara fram bráðabani milli þeirra sem Inbee vann á 3. holu með fugli meðan Matthews fékk skolla. Í 3. sæti urðu Suzann Pettersen og Morgan Pressel, báðar á samtals 4 undir pari. Caroline Hedwall með Eygló Myrru Óskarsdóttur á pokanum lauk keppni Lesa meira
PGA: English sigurvegari
Það var bandaríski kylfngurinn Harris English, frá Valdosta í Georgíu, sem sigraði á FedEx St. Jude Classic, sem lauk fyrir skömmu. English átti 2 högg á þá sem næstir komu. Hann lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (66 64 69 69). Golf 1 kynnti Harris English á sínum tíma þegar hann var nýliði á túrnum og má rifja þá kynningu upp með því að SMELLA HÉR: Þetta er fyrsti sigur English á PGA Tour, en hann á þar að auki 1 sigur sem atvinnumaður á Web.com tour; Nationwide Children Hospitals Invitational, sem hann vann 24. júlí 2011. Öðru sætinu deildu Scott Stallings og Phil Mickelson á samtals 10 undir pari, Lesa meira
Viðtalið: Ingvar Andri Magnússon, GR
Ingvar Andri Magnússon, GR er bara 12 ára en er þegar búinn að vinna sitt fyrsta gull á Unglingamótaröðinni – nú Íslandsbankamótaröðinni. Það gerðist á Hellu fyrir viku, 2. júní á Strandarvelli þegar hann hafði betur í tveggja holu bráðabana við Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, en báðir voru hnífjafnir eftir 36 holu leik, á 8 yfir pari, 148 höggum. Viðtalið í kvöld er við Ingvar Andra: Fullt nafn: Ingvar Andri Magnússon. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 29. september 2000. Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Foreldrar mínir og tvö yngri systkini spila ekki golf, en afi Lesa meira
St. Jude Classic í beinni
Mót vikunnar á PGA Tour er FedEx St. Jude Classic, en leikið er á TPC Southwind golfvellinum í Memphis, Tennessee. Sá sem á titil að verja er Dustin Johnson. Sjá má St. Jude Classic í beinni með því að SMELLA HÉR: Hér má sjá stöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur varð í 30. sæti
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í D + D Czech Challenge Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram í Golf & Spa Kunetická Hora í Drftec, í Tékklandi dagana 6.-9. júní 2013 og lauk því í dag. Samtals lék Birgir Leifur á samtals 8 undir pari, 280 höggum (69 65 71 75) og fór niður í 30. sætið eftir hring upp á 3 yfir pari í dag. Á lokahringnum fékk Birgir Leifur 1 örn, 12 pör og 5 skolla. Fyrir góða frammistöðu sína hlaut Birgir Leifur € 1.184 í verðlaun. Sigurvegari í mótinu varð Frakkinn François Calmels en hann lék á samtals 22 undir pari. Lesa meira
Axel lauk keppni í 12. sæti
Axel Bóasson, GK, lauk í dag keppni á St. Andrews Links Trophy 2013, en leikið var á Old Course. Axel var á einu yfir pari lokahringinn, 73 höggum og fékk 5 fugla, 4 skolla og 1 skramba (á 17. holuna). Samtals lék Axel á 1 yfir pari (72 72 72 73). Frábært glæsiskor hjá Axel í vöggu golfíþróttarinnar, en í mótinu var spilað bæði á Jubilee og Old Course völlunum. Þátttakendur voru 144 og mótið eitt sterkasta áhugamannamót heims. Axel varð í 12. sæti sem er stórkostlegur árangur!!! Sjá má úrslitin á St. Andres Links Trophy 2013 með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Luiten sigraði á Lyoness
Það var hollenski kylfingurinn Joost Luiten, sem stóð uppi sem sigurvegari á Lyoness Open powered by Greenfinity sem fram hefir farið undanfarna daga í Diamond golfklúbbnum í Atzenberg, Austurríki. Luiten spilaði á samtals 17 undir pari 271 höggi (65 68 67 71) og hlaut að launum €166.660,- Luiten er 27 ára, fæddur 7. janúar 1986 og er frá Bleiswijk í Hollandi. Þetta er 2. sigur hans á Evrópumótaröðinni, en sá fyrsti kom fyrir 2 árum á Iskander Johor Open mótinu í Malasíu, þ. 20. nóvember 2011. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Luiten varð Daninn Thomas Björn á 15 undir pari, 273 höggum (71 70 64 68) og má Lesa meira










