Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 10:00

Lyoness Open í beinni

Í dag fer fram lokahringurinn Lyoness Open powered by Greenfinity, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Leikið er í Atzenbrugg, Austurríki og fer mótið fram dagana 6.-9. júní 2013.  Leikið er á golfvelli Diamond Country Club.

Meaðal þekktra kylfinga sem þátt taka í mótinu eru Spánverjinn Miguel Angel Jimenez en auk þess eru fjöldamargir aðrir m.a. áhugamaðurinn lítt þekkti Matthías Schwab frá Austurríki, sem þykir mikið efni og eins landi hans „heimamaðurinn“ Bernd Wiesberger, sem er eilítið þekktari.

Jafnframt keppa kempur á borð við: Thomas Björn og James Kingston. Pablo Larrazabal og Robert Rock sem líka tóku þátt komust ekki í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá frá Lyoness Open í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðunni á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: