Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 09:30

LPGA: Pressel efst á Wegmans

Það er bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem leiðir eftir 2. dag Wegmans LPGA Championship risamótinu á golfvelli Locust Hills í Pittsford, New York.

Samtals er Pressel búin að spila á 6 undir pari, 138 höggum (68 70).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir eru nr. 1 á heimslista kvenna, Inbee Park og forystukona gærdagsins Chella Choi, báðar frá Suðu kvöld r-Kóreu á 4 undir pari, 140 höggum; Park (72 68) og Chella Choi (67 73).

Rigningin á Wegmans í New York á fimmtudaginn s.l.

Rigningin á Wegmans í New York á fimmtudaginn s.l.

Í 6 af 8 efstu sætunum eru kvenkylfingar frá Asíu, að þessu sinni allar frá Suður-Kóreu. Spurningin er hvort Pressel takist að halda sínu eða einhver af þeim hreppi sigurinn í en í dag fara lokahringirnir tveir fram.  Það var rigning sem olli því að 1. hringur Wegmans var færður til föstudagsins, 2. hringur var færður til laugardagsins og í dag verða 36 holur spilaðar.

Af öðru markverðu þessa 2. risamóts kvennagolfsins á árinu er að sænski kylfingurinn Caroline Hedwall (77 71) komst í gegnum niðurskurð með Eygló Myrru Óskarsdóttur, GO, á pokanum, eftir erfiða byrjun. Caroline deilir 47. sætinu ásamt 12 öðrum þ.á.m. golfdrottningunni áströlsku Karrie Webb, Mika Miyazato frá Japan og hinni spænsku Bélen Mozo.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag Wegman LPGA Championship risamótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wegmans LPGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR: