Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2013 | 00:30

LPGA: Inbee vann eftir bráðabana

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu, stóð uppi sem sigurvegari á Wegmans LPGA Championship, risamótinu, sem fram fór í á golfvelli Locust Hills í Pittsford, New York.

Inbee og hin skoska Catriona Matthews voru efstar og jafnar eftir 54 holur; báðar búnar að spila á samtals 5 undir pari, 283 höggum; Matthews (71 71 73 68) og Inbee á (72 68 68 75).  Það varð því að fara fram bráðabani milli þeirra sem Inbee vann á 3. holu með fugli meðan Matthews fékk skolla.

Í 3. sæti urðu Suzann Pettersen og Morgan Pressel, báðar á samtals 4 undir pari.

Caroline Hedwall með Eygló Myrru Óskarsdóttur á pokanum lauk keppni í 37. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Locust Hills SMELLIÐ HÉR: