Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 17:45

Evróputúrinn: Luiten sigraði á Lyoness

Það var hollenski kylfingurinn Joost Luiten, sem stóð uppi sem sigurvegari á Lyoness Open powered by Greenfinity sem fram hefir farið undanfarna daga í Diamond golfklúbbnum í Atzenberg, Austurríki.

Luiten spilaði á samtals 17 undir pari 271 höggi (65 68 67 71) og hlaut að launum €166.660,-

Luiten er 27 ára, fæddur 7. janúar 1986 og er frá Bleiswijk í Hollandi.  Þetta er 2. sigur hans á Evrópumótaröðinni, en sá fyrsti kom fyrir 2 árum á Iskander Johor Open mótinu í Malasíu, þ. 20. nóvember 2011.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Luiten varð Daninn Thomas Björn á 15 undir pari, 273 höggum (71 70 64 68) og má segja að hann hafi innsiglað 2. sætið með glæsihring sínum í gær upp á 64 högg.

Þriðja sætinu deildu Kínverjinn Liang Wen-chong og franski kylfingurinn Romain Wattel, báðir á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: