Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2013 | 09:30

5 frægustu US Open í Pennsylvaníu (1/5)

Nú í vikunni hefst 2. risamót ársins í karlagolfinu Opna bandaríska (ens. US Open). Þetta er í 16. skipti, sem mótið er haldið í Pennsylvaníu og hefir það næstoftast verið haldið í því ríki Bandaríkjanna, á eftir New York.

Það er nóg af eftirminnilegum augnablikum á Opna bandaríska í gegnum tíðina frá því þegar mótið hefir farið fram í Pennsylvaníu. Ben Hogan vann t.a.m. 2 af 4 US Open sigrum sínum í Pennsylvaníu, hetjusigur 1950 á Merion og yfirburðasigur í Oakmont 3 árum síðar.  Byron Nelson vann eina US Open mót sitt í Philadelphiu.  Jack Nicklaus og Ernie Els unnu fyrstu US Open titla sína í Pittsburgh (PA).

Í fyrsta sinn sem skor svo lágt sem 63 högg náðist í sögu Opna bandaríska var í Oakmont, Pennsylvaníu og þeim lukkulega sem það tókst var Johnny Miller.

Besta 1-járns spil í sögu US Open átti sér stað í Philadelphia – Byron Nelson setti niður af 210 yarda færi árið 1939 í bráðabana og skilti á miðri 18. braut Merion var reist til minnis um 1-járnshöggið sem Hogan setti niður 1950 og kom honum í bráðabana.

Hér næstu daga verða rifjuð upp 5 frægustu U.S. Open risamótin sem fram hafa farið í Pennsylvaníu og hér fer fyrsta frásögnin:

Lee Trevino að grínast með gúmmísnák á Opna bandaríska 1971

Lee Trevino að grínast með gúmmísnák á Opna bandaríska 1971

5. „THE MERRY MEX“ og gúmmísnákurinn hans

Lee Trevino kom fram á sjónarsviðið sem andstæðingur Jack Nicklaus þegar hann jafnaði met Gullna Bjarnarins um heildarskor upp á 275 högg í US Open, í Oak Hill árið 1968, þegar hann vann Nicklaus með 4 höggum. 3 árum síðar á Merion vann Trevino, Nicklaus aftur.

Nicklaus var 2 högg á eftir Jim Simons fyrir lokahringinn 1971, en Trevino (líka kallaður „The Merry Mex“  var 4 höggum á eftir forystunni. The Merry Mex átti lokahring upp á 69 högg, rétt missti af 2 metra parpútti á 72. holunni. Nicklaus hins vegar missti 5 metra fuglapútt á síðustu holu fyrir sigri, og því varð að fara fram 18 holu umspil.

Til þess að létta húmorinn á 1. teig umspilsins dró Trevino upp gúmmísnák úr poka sínum. Nicklaus hló og bað Trevino um að henda snáknum. Eftir að hláturinn var þagnaður var allt aftur „business as usual“.  Trevino var aðeins á eftir Nicklaus en svo lenti Nicklaus í bönker tvisvar. Hann náði sér ekki eftir það. Trevino náði 2 fuglum á seinni 9 af 8 metra færi, var á 68 höggum og átti 3 högg á Nicklaus.

Þetta var eina umspilið sem Nicklas tapaði í risamóti. Trevino vann Nicklaus aftur næsta ár á Opna breska, sem varð til þess að Nicklaus náði ekki Grand Slam. Trevino vann 6 risamót á ferli sínum. Nicklaus var í 2. sæti í 4 þessara tilvika.