Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 19:00

Viðtalið: Ingvar Andri Magnússon, GR

Ingvar Andri Magnússon, GR er bara 12 ára en er þegar búinn að vinna sitt fyrsta gull á Unglingamótaröðinni – nú Íslandsbankamótaröðinni.  Það gerðist á Hellu fyrir viku, 2. júní á Strandarvelli þegar hann hafði betur í tveggja holu bráðabana við Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, en báðir voru hnífjafnir eftir 36 holu leik, á 8 yfir pari, 148 höggum.

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Í einkaeigu

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Í einkaeigu

Viðtalið í kvöld er við Ingvar Andra:

Fullt nafn:  Ingvar Andri Magnússon.

Klúbbur:  GR.

Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist í Reykjavík, 29. september 2000.

Hvar ertu alinn upp?   Í Reykjavík.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Foreldrar mínir og tvö yngri systkini spila ekki golf, en afi og amma gera það hins vegar.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?   7 ára.

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Amma og afi tóku mig með sér á Ljúflinginn.

Í hvaða skóla ertu?  Ég er í Seljaskóla – var að klára 7. bekk og er að fara í 8. bekk.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Mér finnst Strandvellir skemmtilegri.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?  Ég held höggleik.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Korpan.

Ingvar Andri Magnússon, GR á uppáhaldsgolfvelli sínum á Íslandi, Korpunni. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR á uppáhaldsgolfvelli sínum á Íslandi, Korpunni. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Völlinn sem mig langar mest að spila er Augusta. 

16. brautin á Augusta National - Ingvar Andri á örugglega einhvern daginn eftir að spila á Augusta!

16. brautin á Augusta National – Ingvar Andri á örugglega einhvern daginn eftir að spila á Augusta!

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á?   Örugglega Novo Sancti Petri.

Novo Sancti Petri Golf

Hvað ertu með í forgjöf?  5,5

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?   73 á Korpunni.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  Að vinna á Hellu.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei, ég á það eftir.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Rosalega mismunandi – yfirleitt er ég með flatkökur, heilsusafa og banana.

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?   Ég var í handbolta og fótbolta er hættur í því og algerlega kominn í golfið.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?    Uppáhaldsmaturinn minn er slátur (eins og mamma gerir);  uppáhaldsdrykkurinn minn er vatn; uppáhaldstónslistin: er bara popptónlist; uppáhaldskvikmyndin er: Ace Ventura; og loks er uppáhaldsbókin: Hobbit eftir R.R. Tolkien.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?  Kk: Matt Kuchar. Kvk: Annika Sörenstam.

Af hverju er Matt Kuchar uppáhaldskylfingurinn þinn?  Hann er alltaf brosandi!

Hvert er draumahollið?   Ég og…. Tiger, Michael Jordan og Matt Kuchar.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?  TaylorMade Driver, Exotic 3-tré, Hybrid sem ég fann niðri í geymslu, Mizuno-járn og wedgar og Cleveland pútter. Uppáhaldskylfan mín er 52° fleygjárnið.

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já, hjá Jóni Þorsteini Hjartarsyni.

Ertu hjátrúarfullur?   Svolítið, ég reyni alltaf að vera með eitthvað lag á heilanum.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Gera mitt besta í hvorutveggja.  Spila í núinu ekki hugsa of mikið til framtíðarinnar og um það sem er liðið.

Hvað finnst þér best við golfið?    Vinirnir og flottir vellir.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    Að lágmarki 50%

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Ekki gera of miklar væntingar og spila í núinu.