Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 17:55

Axel lauk keppni í 12. sæti

Axel Bóasson, GK, lauk í dag keppni á St. Andrews Links Trophy 2013, en leikið var á Old Course.

Axel var á einu yfir pari lokahringinn, 73 höggum og fékk 5 fugla, 4 skolla og 1 skramba (á 17. holuna). Samtals lék Axel á 1 yfir pari (72 72 72 73).  Frábært glæsiskor hjá Axel í vöggu golfíþróttarinnar, en í mótinu var spilað bæði á Jubilee og Old Course völlunum.

Þátttakendur voru 144 og mótið eitt sterkasta áhugamannamót heims.  Axel varð í 12. sæti sem er stórkostlegur árangur!!!

Sjá má úrslitin á St. Andres Links Trophy 2013  með því að SMELLA HÉR: