Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2013 | 23:00

PGA: English sigurvegari

Það var bandaríski kylfngurinn Harris English, frá Valdosta í Georgíu,  sem sigraði á FedEx St. Jude Classic, sem lauk fyrir skömmu.

English átti 2 högg á þá sem næstir komu. Hann lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (66 64 69 69).  Golf 1 kynnti Harris English á sínum tíma þegar hann var nýliði á túrnum og má rifja þá kynningu upp með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er fyrsti sigur English á PGA Tour, en hann á þar að auki 1 sigur sem atvinnumaður á Web.com tour; Nationwide Children Hospitals Invitational, sem hann vann 24. júlí 2011.

Öðru sætinu deildu Scott Stallings og Phil Mickelson á samtals 10 undir pari, hvor.

Í 4. sæti varð Ryan Palmer (samtals 9 undir pari);  í 5. sæti varð Patrick Reed (á samtals 8 undir pari) og í 6. sæti varð John Rollins (samtals 7 undir pari).

Til þess að sjá lokastöðuna á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: