Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 15:00

GKB: Stefán Þór, Einar Ingvar og Íris sigruðu á 20 ára afmælismótinu – Myndasería

Í tilefni af 20 ára afmæli Golfklúbbs Kiðjabergs var haldið glæsilegt afmælismót í frábæru veðri, 19 stiga hita og sól, á Kiðjabergsvelli í gær, 15. júní. 146 keppendur tóku þátt og var uppselt í mótið. Margir voru að skora vel og en enginn þó betur en Einar Ingvar Jóhannsson úr NK sem var með 43 punkta og lækkaði því forgjöf sína verulega. Stefán Þór Hallgrímsson úr GKJ lék best í höggleik, kom inn á 72 höggum eða einu höggi  yfir pari.

Meðal kvenna var Íris Jónasdóttir, GJÓ með flesta punkta eða 37 glæsipunkta.

Eins og áður segir þá lék veðrið við keppendur og góður rómur var gerður af vellinum og vildu margir meina að bestu flatirnar væru á Kiðjabergsvelli um þessar mundir. Allir fengu teiggjöf áður en leikur hófst og síðan var boðið upp á gómsæta afmælistertu að loknum hring.

Veitt voru verðlaun fyrir 8 efstu sætin í punktakeppni. Jafnframt voru verðlaun fyrir fyrsta sætið í kvennaflokki og eins voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á par-3 brautum vallarins og þá voru verðlaun fyrir að vera næstur holu eftir 2 högg á 18. braut.

Punktakeppni:
1 Einar Ingvar Jóhannsson NK 43
2 Magnús Þór Haraldsson GKB 41
3 Stefán Þór Hallgrímsson GKJ 40
4 Sigurður Sigfússon GR 38
5 Þorsteinn Guðjónsson NK 38
6 Magnús Jóhannsson GK 38
7 Andrés Páll Hallgrímsson GKJ 37
8 Íris Jónasdóttir GJÓ 37

Konur – punktakeppni:
1 Íris Jónasdóttir GJÓ 37
2 Kristín Erna Guðmundsdóttir GO 36
3 María Sigurbjörg Magnúsdóttir GR 35

Höggleikur:
1 Stefán Þór Hallgrímsson GKJ 72 1
2 Sveinn Snorri Sverrisson GKB 77 6
3 Einar Ingvar Jóhannsson NK 77 6

Nándarverðlaun:
3. braut: Gunnar Þorsteinsson – 3,78 m
7. braut: Guðrún Halldórsdóttir – 3,35 m
12. braut: Kristín Erna Guðmundsdóttir – 1,12 m
16. braut: Magnús Þór Haraldsson 1,77 m
18. braut í tveim höggum: Erlendur Pálsson – 2,95 m

Styrktaraðilar mótsins voru: Bónus – Öryggismiðstöðin – Ölgerð Egils – Golfskálinn – og fleiri.

Verðlaunahafar geta vitjað um vinninga sína í golfskálanum Kiðjabergi.

Sjá má myndaseríu frá 20 ára afmælismóti GKB með því að  SMELLA HÉR: